European Congress of Radiology


Nú er komið að hinni árlegu ráðstefnu ECR í Vínarborg en hún verður haldin dagana 4. – 8. mars næstkomandi. Árið 2004 var brotið blað í sögu íslendinga á ECR þegar Hjartaverndarfólk mætti þangað með rafrænt veggspjald (poster), eins og lesa mátti um meðal annarra áhugaverðra atriða í ferðasögu Jónínu Guðjónsdóttur, frá Röntgen Domus, og Gyðu Karlsdóttur, frá Hjartavernd, hér á vefsetrinu 15.03.04.

Alstafræn ráðstefna

Gyða skrifaði svo síðastliðið haust hvatningarræðu til myndgreiningarfólks um þátttöku á ECR og eins og hún benti á er nútíma tækni nýtt vel í Vínarborg. Á þessu ári er ráðstefnan orðin alstafræn, auk þess að sífellt er boðið upp á meira af áhugaverðu efni og ráðstefnan stækkar ár frá ári. 

Faglegur metnaður
Þeim sem sótt hafa European Congress of Radiology undanfarin ár ber saman um að myndgreiningarfólk græði mikið á því faglega og sífellt sé meira af áhugaverðu efni í boði. Auk þess sem ferðalagið er yfirleitt þægilegt og ekki jafn þreytandi eins og til dæmis ferð til og frá Chicago þegar farið er á RSNA. 
 
Þátttakendur frá Íslandi
Eftir því sem undirrituð kemst næst eru einungis fimm íslendingar sem tengjast myndgreiningargeiranum að fara á ECR þetta árið. Geislafræðingarnir Kristín Haraldsdóttir, LSH, Lára Dýrleif Baldursdóttir, Röntgen Orkuhúsi, og Þórkatla Hermannsdóttir, LSH. Einnig fara Arthur Farestveit, framkvæmdastjóri Einar Farestveit ehf, og Elke Stahmer, Bræðurnir Ormsson ehf.
Elke vill láta koma fram að hún gistir á Hotel Nordbahn, Praterstrasse 72 og sími þar er 0043 1 211300. GSM sími Elke er 8992880 og hægt er að senda e-mail á elke@torg.is, en þennan póst getur hún einungis lesið á kvöldin.

Fréttir af ferðinni
Við hjá Arnartíðindum óskum íslenska hópnum góðrar ferðar og eigum von á skemmtilegri ferðasögu þegar fólkið skilar sér heim. Þeir sem vita um fleiri á sömu leið eru beðnir að láta undirritaða vita hið snarasta, annað hvort um netfangið edda@raforninn.is eða í síma 860 3748.
Hægt er að fylgjast með á heimasíðu ráðstefnunnar…

Fylkjum liði árið 2006

ECR er svo sannarlega góð ráðstefna fyrir myndgreiningarfólk og þátttaka íslendinga verður áreiðanlega meiri á næsta ári. Gaman er að segja frá því að Sigurður Sigurðsson, yfirgeislafræðingur í Hjartavernd, hefur fengið samþykkta „oral presentation“ á ráðstefnunni árið 2006. Annað myndgreiningarfólk er hvatt til að taka þátt í ECR, á hvern þann þátt sem hverjum og einum hentar.

01.03.05 Edda Aradóttir  edda@raforninn.is  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *