Hvenær skoðaðirðu síðast góða röntgensíðu? Hvenær lastu síðast fróðlega tímaritsgrein um fagið þitt? Hvenær lastu síðast fagbók? Hvenær fórstu síðast á fyrirlestur? Hvenær fórstu síðast á námskeið? Hvenær fórstu síðast á ráðstefnu? Hvenær vannstu síðast vísindavinnu?
Enga meðalmennsku
Ekki gera sjálfum eða sjálfri þér það að lenda í hjólfari hins gráa hversdagsleika og ömurlegrar meðalmennsku. Ef þú druslast bara í gegnum vinnudaginn með hugann fastan við það sem þú ætlar að gera eftir vinnu er kominn tími til að hugsa sinn gang. Ekki láta annríkið og vinnuálagið drepa áhugann á faginu.
Annir eru engin afsökun
Flest myndgreiningarfólk hefur mikið að gera, ærið margir ekki síður utan vinnu en í vinnunni. Álag í vinnu og einkalífi er engin afsökun fyrir að gera hlutina illa. Þú ert greind manneskja með góða menntun og hefur alla burði til að skipuleggja líf þitt þannig að tíminn nýtist vel.
Leti
Hefurðu horfst beint í augu við sjálfan eða sjálfa þig nýlega og spurt hvort geti verið að vandamálið sé leti?
Á eitthvað af þessu við þig?
Ertu orðinn gamall eða gömul í starfi og nennir ekki meiru? Ertu nýr eða ný úr skóla og nennir ekki að læra meira? Ertu kominn eða komin í góða stöðu og nennir ekki að gera meira en þú nauðsynlega þarft til að fá launin þín?
Þú ert betri en þetta
Þú vil ekki láta neitt af þessu um þig spyrjast. Nú er það tímastjórnun, skipulag, símenntun og rannsóknavinna sem gildir!
Þú getur byrjað á www.raforninn.is:
Minna frænka (AuntMinnie) er alltaf á forsíðunni og helstu fréttir þaðan uppfærast daglega.
Efnisflokkurinn “Upplýsingaöflun” er stútfullur af leiðum til að leita þekkingar.
Annar flokkur, “Fyrirlestrar”, býður upp á gott íslenskt efni úr faginu.
“Lokaverkefni geislafræðinga” eru líka áhugaverð.
Með því að skoða “Á döfinni” getur þú séð valin námskeið og ráðstefnur.
Síðast en ekki síst er flokkurinn “Tenglar” sem opnar þér leiðir að fróðleik og hugmyndum út um allan heim.
10.09.07 Edda Aradóttir edda@raforninn.is