Erlendar ráðstefnur og ferðir.

Við hjá Arnartíðindum gerum okkar besta til að einfalda leit myndgreiningarfólks að góðum ráðstefnum og námskeiðum. Einnig viljum við gera fólki ferðalagið á ráðstefnuna og heim aftur sem auðveldast. Í þessu sambandi vekjum við athygli á efnisflokknum Á döfinni og tenglahópnum Ráðstefnur og ferðir.

Tenglar settir samkvæmt reynslu.
Tenglasafnið okkar er orðið mjög yfirgripsmikið og ætti að vera góður byrjunarreitur fyrir upplýsingaleit um flest sem tengist myndgreiningu. Í undirflokkinn Ráðstefnur og ferðir til útlanda söfnum við tenglum við síður um ráðstefnur, flugferðir, gistingu, veður, gengi gjaldmiðla, tímamismun og margt fleira. Þessar síður eru alls ekki valdar af handahófi heldur birtum við einungis tengla við síður sem myndgreiningarfólk hefur prófað og hefur góða reynslu af.

Ráðstefnur auglýstar eftir athugun.
Sama máli gegnir um efnisflokkinn Á döfinni. Þar birtum við atvinnuauglýsingar en þó fyrst og fremst auglýsingar um ráðstefnur, námskeið, fundi og aðra viðburði í faginu. Ekkert námskeið eða ráðstefna ratar inn í Á döfinni eingöngu vegna þess að við rekum augun í það á netinu. Áður en auglýsing er birt förum við vandlega yfir dagskrá ráðstefnunnar eða námskeiðsins, athugum efni helstu fyrirlestra og hvaða fyrirlesarar sjá um þá. Einnig athugum við hver markhópurinn er og bendum fyrst og fremst á atburði sem henta sem breiðustum hópi myndgreiningarfólks.

10.03.08 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *