Efni frá segulómnámskeiði EHÍ
#img 3 #

#img 1 #MR-námskeiðið sem haldið var 4. – 5. nóvember sl. tókst mjög vel og fjöldi áhugaverðra fyrirlestra var fluttur. Þeir verða allir aðgengilegir á vefnum og upplýsingar um slóðina verða settar inn á raforninn.is um leið og þær berast frá Endurmenntun, en vinna við að setja fyrirlestrana á vefinn hefur tafist vegna fjarveru eins af starfsmönnum EHÍ.

Alltaf eitthvað nýtt hjá EHÍ
Það er nýbreytni að hafa alla fyrirlestra aðgenginlega á vefnum og á EHÍ hrós skilið fyrir framtakið. Námskeiðið tókst í alla staði vel, þátttakendur voru á milli 70 og 80 og fólk var sammála um að það hefði lært bæði margt og mikið. Í námsgögnum voru prentaðar nokkrar grunnglærur úr
#img 4 #hverjum fyrirlestri og síðan getur fólk skoðað þá í heild á netinu og/eða hlaðið niður. Þetta virtist gefa góða raun og nokkrir þátttakendur töluðu um að þeir væru betur vakandi fyrir því að skrifa hjá sér minnisatriði og spurningar þegar þeir hefðu ekki efni allra glæranna prentað fyrir framan sig.
#img 2 #

Fyrirlestrar einnig aðgengilegir á raforninn.is
Undanfarin ár hefur undirrituð leitað eftir fyrirlestrum og fræðsluerindum í heild hjá þeim sem hafa flutt slíkt, og fengið að birta þá á raforninn.is. Fólk hefur undantekningarlaust brugðist vel og skjótt við, sent efni sitt og gefið leyfi til að það væri tiltækt fyrir alla sem heimsækja vefsetur Rafarnarins. Öllu þessu fólki eru hér með færðar bestu þakkir
#img 5 #fyrir. Myndgreiningarfólk hefur haft orð á hversu þægilegt sé að hafa gott fræðsluefni í faginu tekið saman á einum stað og þess verður að sjálfsögðu gætt að efni þessa námskeiðs verði einnig aðgengilegt í flokknum “Fyrirlestrar” á forsíðu raforninn.is.

#img 6 #
Gott skipulag
Aðstandendur námskeiðsins eiga mikið hrós skilið fyrir metnaðarfullan undibúning og gott utanumhald. Góðir fyrirlesarar höfðu fengist og er ástæða til að nefna sérstaklega Hans Jörgen Smith, frá Noregi, og Katarinu Bodén, frá Svíþjóð, en innlegg frá erlendum fyrirlesurum setur alltaf svip á námskeið sem þetta. Vel tókst að halda tímaáætlun og leiðrétta hana ef nokkuð fór úr skorðum.


#img 7 #Lærum hvert af öðru

Námskeið sem þetta eru ekki síður mikilvæg sem vettvangur skoðanaskipta og vangavelta um fagið. Áreiðanlega hafa þátttakendur hafi ekki aðeins lært af fyrirlestrunum heldur einnig hver af öðrum, enda mikið spjallað og rökrætt. Einhverjum varð að orði: “Ég held að við séum bara öll hérna, er nokkur að sinna sjúklingunum?”

Edda Aradóttir edda@raforninn.is  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *