ECR – Guðrún Friðriksdóttir

Nú er ECR lokið en Jónína Guðjónsdóttir og Gyða Karlsdóttir tóku að sér að vera fréttaritarar Arnartíðinda á ráðstefnunni og von er á fókusgrein frá þeim næsta mánudag, 15. 03.04. 

Talsvert hefur verið fjallað um ráðstefnuna hjá Diagnostic Imaging og vel þess virði að líta á þeirra framlag. 

Hér á eftir er stutt grein sem Guðrún Friðriksdóttir skrifaði áður en ECR hófst þetta árið.
10.03.04 Edda Aradóttir.  


 
ECR European Congress of Radiology er haldinn árlega í Vínarborg, Austurríki.

Í ár er ráðstefnan haldin 5-9 mars. Undirrituð hefur þrisvar sótt þessa ráðstefnu og líkað vel. Þátttökugjaldi fyrir geislafræðinga er mjög stillt í hóf, væntanlega til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Einnig er sérstök dagskrá fyrir geislafræðinga, sem er skipulögð af geislafræðingum, en okkur er að sjálfsögðu heimilt að sækja allt sem stendur til boða þessa daga.

Tækjasýningin er mjög umfangsmikil og stækkar með hverri ráðstefnu.

Þess má einnig geta að á árlegum norrænum fulltrúafundi geislafræðinga (Nordic Society of Radiography-NRS), sem haldinn var í Norrköping í Svíþjóð í september sl. og sóttur var af undirritaðri og Þórunni Káradóttur Hvasshovd, var ákveðið að það ár sem ekki væri haldin norræn ráðstefna yrði þessi fulltrúafundur haldinn í tengslum við ECR í Vínarborg

Fulltrúar Alþjóðanefndar FG, Guðlaugur Einarsson, formaður nefndarinnar, Jónína Guðjónsdóttir, formaður FG og Þuríður Halldórsdóttir munu sækja ráðstefnuna og fund NRS. Einnig munu þau sækja fund ECRRT sem haldinn verður 6.mars. Guðlaugur mun einnig taka þátt í stjórnarfundum ECRRT sem boðaðir hafa verið á sama tíma. Einnig er mér kunnugt að Gyða Karlsdóttir, geislafræðingur hjá Hjartavernd muni fara með ”poster” til Vínarborgar sem er mikið gleðiefni fyrir okkur öll hér.

Væntanlega verða einhverjir fleiri á ferðinni, því ECR í Vínarborg er Evrópu-útgáfan af RSNA, og að mínu mati mun aðgengilegri ráðstefna þótt vissulega sé gaman að fara til Chicago. En ECR í Vínarborg er að mínu mati ráðstefna sem virkilega er hægt að mæla með.
Sjá einnig www.ecr.org 

Með kærri kveðju.
Guðrún Friðriksdóttir, geislafræðingur, Röntgen Domus Medica. 
  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *