E C R 2006


European Congress of Radiology verður haldin í Vín 3. – 7. mars næstkomandi. Starfsfólk Hjartaverndar kynnir fjölda áhugaverðra verkefna og fleiri Íslendingar eru á leið til Vínar. Við birtum lista yfir íslenska ráðstefnugesti, hér á vefsetrinu.


#img 1 #Gamalgróin ráðstefna í örum vexti
ECR er einn stærsti viðburður myndgreiningarfólks í Evrópu og hafa margir Íslendingar sótt þessar ráðstefnur í gegnum árin. Sífellt meira er lagt í ráðstefnuna, faglegur metnaður er í fyrirrúmi og tæknisýning sem haldin er um leið hefur einnig stækkað og aukist að gæðum. Það er því full ástæða til að hvetja íslenskt myndgreiningarfólk til að taka ECR sterklega með í reikninginn þegar ákveða skal hvert á að halda til símenntunar

Glæsilegt innlegg Íslendinga
Nokkrir Íslendingar hafa áður sýnt verk sín á ECR og þjóðarstoltið verður ekki minna þetta árið. Starfsfólk Hjartaverndar kynnir hvorki meira né minna en sjö áhugaverð verkefni sem þau hafa unnið. Í desember sl. birtist frétt í Arnartíðindum um þennan árangur Hjartaverndarfólks og hægt er að kynna sér málið nánar þar.
Fleiri koma að þessum verkefnum, m.a. starfsfólk frá Landspítala – Háskólasjúkrahúsi, Röntgen Domus og Geislavörnum ríkisins, auk annarra einstaklinga, frá ýmsum löndum, sem unnið hafa við Öldrunarrannsóknina (AEGES).
Eftir því sem næst verður komist verða einnig fleiri Íslendingar með verkefni sín á ECR, þ.e. fólk sem starfar erlendis.

Efni frá fyrri ráðstefnum
Skemmtilegt er að líta á efni ráðstefnanna frá 2004 og 2005 á eECR, einum af möguleikunum sem bjóðast á vefsetrinu ecr.org.
Í fyrra skrifaði Lára Dýrleif Baldursdóttir pistil fyrir Arnartíðindi um veru sína á ráðstefnunni, árið 2004 voru það þær Jónína Guðjónsdóttir og Gyða Karlsdóttir en árið 2003 hafði Jónína Guðrúnu Friðriksdóttur með sér við ritstörfin.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á ECR, ef ekki á þessu ári þá því næsta!

06.02.06 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *