DIMOND III

Evrópuverkefnið DIMOND III snýst um bestun í myndgreiningu og geislavörnum í stafrænu röntgen (digital radiography)og inngripsrannsóknum (intervention). Fjöldi áhugaverðra niðurstaða liggur fyrir.

DIMOND III er eitt af röð verkefna sem snúast um gæðavinnu, með geislavarnir að leiðarljósi. Hópur sérfræðinga frá ýmsum Evrópulöndum hefur unnið mikla rannsóknavinnu og skilað niðurstöðum jafnharðan bæði á vefnum og á prenti. Greinar tengdar verkefninu hafa birst í fagtímaritum t.d. European Radiology 

Varðandi stafrænar röntgenmyndatökur voru rannsóknir fyrst og fremst bundnar við brjóstamyndatöku en margt af því sem fram kemur nýtist einnig í gæðavinnu varðandi almennt, stafrænt röntgen. Hjartarannsóknir voru aðalatriðið hvað varðar inngripsrannsóknirnar en þar gildir hið sama, vönduð vinna og nákvæmar niðurstöður nýtast á skyldum sviðum.

Full ástæða er fyrir myndgreiningarfólk að fylgjast vel með því sem snýr að gæðavinnu í stafrænu röntgen af öllum toga því við þurfum að hugsa talsvert öðruvísi en þegar unnið var með filmuþynnukerfi. DIMOND verkefnin eru eitt af því sem athyglisvert er að skoða.

04.04.05 Edda Aradóttir  edda@raforninn.is    

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *