CT framleiðendur taka höndum saman við Image Gently hópinn.

 
Alliance for Radiation Safety in Pediatric Imaging eru sístækkandi samtök ýmissa aðila sem snúa að myndgreiningu. Nýlega var haldinn fundur fulltrúa samtakanna og framleiðenda CT tækja, þar sem ræddar voru aðferðir til að samræma „tungumál“ tækjanna varðandi geislaálag á börn. Einnig hvaða kennslu tækjaframleiðendur gætu boðið geislafræðingum í því að framkvæma rannsóknir með minna geislaálagi.


#img 1 #Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 2006 en nýlega hafa bæst við félög myndgreiningarfólks um nær allan heim, þannig að nú teljast þau með alþjóðasamtökum. Í janúar 2008 hleyptu þau af stokkunum herferðini „Image Gently“ sem bent var á hér á raforninn.is í mars síðastliðnum.Vefsíða samtakanna, sem ber yfirskrift Image Gently herferðarinnar, inniheldur mikið af góðum upplýsingum varðandi barnarannsóknir í CT og það sem hægt er að gera til að minnka geislaálag á litla sjúklinga.

Þann 20. ágúst síðastliðinn var haldinn fundur þar sem mættu röntgenlæknar,
#img 3 #eðlisfræðingar og geislafræðingar frá Alliance for Radiation Safety in Pediatric Imaging og fulltrúar tækjaframleiðandanna GE Healthcare, Philips, Siemens og Toshiba. Niðurstaða fundarins var í stuttu máli sú að framleiðendur samþykktu að samræma það form sem tækin birta á upplýsingar um geislaálag/geislaskammt, ásamt því að veita geislafræðingum kennslu í aðferðum til að minnka geislaálag á börn.


#img 2 #Ég hvet íslenskt myndgreiningarfólk sem ber ábyrgð á CT rannsóknum á sínum vinnustað til að fylgjast vel með framvindu mála og leggja sitt af mörkum til að litlu sjúklingarnir okkar fái sem minnstan geislaskammt en sem besta rannsókn.

08.09.08 Edda Aradóttir edda@raforninn.is 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *