Breytingar – Hugvekja í fimm þáttum


Við erum hrifin af framförum en okkur er illa við breytingar.


Það er mannlegt að verða óöruggur og finna fyrir andúð þegar nánasta umhverfi breytist. Myndgreiningarheimurinn er síbreytilegur og allir þurfa sífellt að takast á við breytingaótta, hjá sjálfum sér og öðrum.

Til eru ótal vefsíður, bækur og námskeið um stjórnun, sálfræði og mannleg samskipti. Stjórnendur myndgreiningareininga, hvort heldur er hjá ríki eða einkaaðilum, þurfa að leggja sig eftir þessu öllu, því öll vinnum við með fólki og með fólk. Aðrir starfsmenn mega þó ekki telja sig stikkfría, þeir þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér og leggja sig fram um að eiga góð samskipti við stjórnendur, aðra vinnufélaga og skjólstæðinga.

Ég hef hvorki stjórnunar- né sálfræðimenntun, er sjálfmenntuð í mannlegum samskiptum… og verður öðru hverju á í messunni, eins og öllum hinum. Þá er ráð að nota mistökin til að læra af þeim. Hér eru nokkur atriði sem koma upp í hugann:

1.Undirbúningsvinna er mjög mikilvæg. Tíma sem fer í gagnaöflun, undirbúning og kynningu, áður en breytingar eru framkvæmdar, er vel varið.
Minnkar hættu á: “Oh, ef við hefðum vitað þetta fyrr – Við reiknuðum ekki með þessu –
#img 1 #Það hefði þurft að…”, osfr.

2.Upplýsingamiðlun og upplýsingaleit skipta miklu. Þeir sem fremstir fara þurfa að miðla upplýsingum OG hinir verða líka að leita eftir þeim. Minnkar hættu á: “Þessu var bara skellt á okkur fyrirvaralaust – Það var alveg gengið framhjá mér – Þetta er búið að vera til umræðu svo lengi, ég hélt að allir vissu af því.”, osfr.

3.Vinnufyrirkomulag er samvinnuverkefni
. Það er ástæðulaust að
#img 4 #fyllast skelfingu þó starfsemi sé laus í reipunum í fyrstu. Einhver/jir þarf/þurfa að halda utan um verklagsreglur en samstarfsfólk má ekki taka fyrstu drögum að þeim sem óumbreytanlegum lagagreinum “að ofan”. Mikilvægt að láta vita hvað er gott, hverju þarf að breyta og koma með hugmyndir.
Minnkar hættu á: “Hvernig Á þetta að vera? – Þetta Á að vera svona (jafn heimskulegt og það nú er) – Nei, það má víst ekki gera þetta svona”, osfr.


4.Tölum… upphátt, jákvætt og við rétta fólkið
. Enginn gerir svo öllum líki en til að geta gert
#img 2 #sem best þurfa þeir sem stjórna breytingunum að vita af skoðunum hinna. Það er gagnslaust (og verra en það) að tuða yfir því hvað allt sé ómögulegt, við makann, vinina eða vinnufélaga sem ekki eru í aðstöðu til að breyta neinu. Síst er betra að bíta saman jöxlum og segja ekki neitt, hvað sem á dynur.
Minnkar hættu á: “Ég er sko búinn að segja hundrað sinnum… – Þau hljóta að sjá að þetta gengur ekki – Ég skil ekki að þetta skuli vera haft svona – Ég þoli þetta ekki mikið lengur”, osfr.


#img 3 #5.Jafnvel í úreltasta valdstjórnunar-umhverfi er hægt að hafa jákvæð áhrif
, amk á það sem er næst manni.
Minnkar hættu á: “Andsk.. #°#&#*$*(&%$$#*//*…dj.. er ég orðinn uppgefinn á….”

Fögnum framförum og tökumst jákvætt á við breytingar. 
29.08.05 Edda Aradóttir edda@raforninn.is 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *