Það er bráð-nauðsynlegt fyrir alla, ekki síst heilbrigðisstarfsmenn, að halda við þekkingu sinni á bráðaviðbrögðum og endurlífgun. Ásgeir Valur Snorrason, svæfingahjúkrunarfræðingur, sá nýlega um námskeið á vegum Félags geislafræðinga og birtum við glærur frá því.
#img 1 #Á mörgum heilbrigðisstofnunum er það á ábyrgð starfsmanna sjálfra að halda við kunnáttu sinni í endurlífgun. Víða er hægt að komast á endurlífgunarnámskeið, til dæmis á vegum Rauða krossins en þau námskeið eru almenns eðlis og sett upp þannig að þau nýtist sem breiðustum hópi fólks. Sérhæft námskeið fyrir myndgreiningarfólk, eins og það sem FG stóð fyrir, er gulls ígildi og full ástæða til að halda slík námskeið oftar.
Þátttakendur á þessu námskeiði voru fimmtán og það var mjög þægilegur fjöldi. Mín skoðun er sú að hámarksfjöldi ætti að vera um tuttugu manns, annars taka verklegar æfingar of langan tíma. Fyrirlestur Ágeirs var mjög vandaður og kryddaður frábærri kímni svo þátttakendur skemmtu sér konunglega auk þess að hafa
#img 2 #mikið gagn af.
Glærur frá Ásgeiri er að finna í flokknum „Fyrirlestrar“ hér á vefsetrinu.
Að mínu mati ættu svona námskeið að vera reglulegur þáttur í starfi Félags geislafræðinga og einnig opin öðru myndgreiningarfólki. Stjórnendur myndgreiningareininga ættu að taka til athugunar að styrkja sitt fólk til þátttöku í þessum námskeiðum því þarna er um að ræða mjög nauðsynlegan þátt í símenntun heilbrigðisstarfsmanna.
09.05.05 Edda Aradóttir edda@raforninn.is