Biðstofur

Myndgreiningarfólk hugsar mikið um tækjabúnað, rannsóknatækni og sjúkdómsgreiningu. Eins er hugað vel að líðan sjúklinga við rannsóknir og gætt að aðstöðu starfsfólks. Umfjöllun um Röntgen Orkuhúsið á erlendri vefsíðu beinir sjónum að gæðum biðstofa.

Olnbogabörn
Biðstofur eru oft olnbogabörn á myndgreiningarstöðum. Plássið er dýrmætt, undir dásamlegu tækin okkar, tölvur og skjái, og talsvert rými þarf fyrir gott aðgengi. Allar græjurnar okkar eru dýrar og undir þær þarf sérhannað, dýrt, húsnæði. Oft verður endirinn
#img 5 #sá að biðstofan er lítil og sparlega innréttuð.
Á öllum myndgreiningarstöðum er stefnan sú að veita fljóta og góða þjónustu, þannig að sjúklingar eiga ekki að eyða löngum tíma á biðstofu, en því miður er raunin stundum sú að fólk bíður óþægilega lengi. Biðina má hinsvegar gera bærilegri með umhverfi sem er þægilegt fyrir bæði líkama og sál. 



Orkuhúsið hefur vinninginn

Biðstofa Röntgen Orkuhússins er vandvirknislega hönnuð með þetta í huga og þeir sem
#img 1 #völdu Orkuhúsið fyrir rekstur sinn gerðu það að hluta til vegna umhverfisins. Garðinn fyrir utan var þess vegna hægt að nýta við hönnun biðstofunnar, sem er stór plús fyrir Röntgen Orkuhúsið.
Ekki búa allir svona vel en það er ekki umhverfið eitt sem gerir þessa biðstofu svona góða. Húsgögn og öll atriði í innréttingu eru valin með vellíðan fólks í huga, ekki síst vellíðan sálarinnar sem oft er í sárum þegar eitthvað þjáir líkamann.

Tímarit sem hverfa

#img 2 #Arnartíðindi eiga myndir af mörgum biðstofum, víða um landið. Þær eru flestar keimlíkar, tómlegar og helsta einkennismerkið eru hrúgur af mis druslegum, gömlum tímaritum. Það verður reyndar að segjast eins og er að þar sem undirrituð hefur unnið eru ný tímarit sem sett eru á biðstofuna ærið fljót að hverfa, líklega ofan í handtöskur og vasa viðskiptavinanna. Ef til vill væri hægt að leysa það vandamál með því að láta fólkið bíða lengur, svo það hefði tíma til að ljúka við tímaritið!

Nýjar afþreyingarhugmyndir
Það væri samt gaman að gera tilraun með að hafa tímalausara efni til afþreyingar á
#img 4 #biðstofum, til dæmis bækur með smásögum, ljósmyndum eða umfjöllun um afmarkað efni. Svo ekki sé minnst á huggulega upplýsingabæklinga um myndgreiningu (sem fólk væri hvatt til að stinga á sig!) og skemmtilegt, samskonar kynningarefni sem fólk gæti séð á skjá með því að ýta á einn takka, líkt og er á mörgum söfnum.
Undirrituð mundi glöð taka að sér að búa til margvíslegt kynningarefni til nota um allt land. 

Sá sem bíður skiptir mestu máli
Lýsing skiptir máli, litir, listaverk á veggjum og/eða annarsstaðar, vatns- og/eða kaffivélar og ótal margt fleira. Síðast en alls ekki síst þarf biðstofa að vera hrein og snyrtileg allan
#img 3 #daginn og nauðsynlegt er að endurnýja strax það sem orðið er slitið, líka blöð og bækur.
Landspítali fær ráðlgjöf frá fyrirtækinu Planetree við hönnun nýs háskólasjúkrahúss en hjá Planetree snýst allt um “patient centered care”. Biðstofur verða væntanlega eitt af því sem breytist, sjúklingunum til hagsbóta, þannig að framtíðin hlýtur að vera björt þar á bæ. 


Úrbætur strax

#img 6 #
Það er hinsvegar líðandi stund sem skiptir máli og á öllum myndgreiningarstöðum verður fólk að gera það besta sem hægt er úr núverandi aðstöðu. Það er full ástæða til að kaupa ráðgjöf og vinnu sérfræðinga við að endurskipuleggja biðstofuna, leggja ofurlitla fjármuni í innréttingar og fela einhverjum það verkefni að halda henni notalegri alla daga.
Veitum fólki góða þjónustu, alla leið, hvort sem það leitar til okkar sjálfviljugt eða tilneytt!.  

13.10.07 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *