Auður Halldórsdóttir – RSNA 2009

 
Undirrituð átti tækifæri til að sækja RSNA í fyrsta skipti dagana 29. nóv. til 4. des ásamt Einfríði Árnadóttur, Láru Dýrleifu Baldursdóttur og Írisi Björnsdóttur. Þetta var mikil upplifun og ferðin vel heppnuð í alla staði. Aðal áherslan var lögð á fyrirlestra tengda myndgreiningu stoðkerfis en ýmis annar fróðleikur slæddist með.

Mig langar að minnast á tvo fyrirlestra. Annan um áherslu á líðan sjúklings í rannsóknarferlinu en hinn um geislaáhættu og börn.

Patient Centered Radiology.
Með Patient-centerd radiology er áhersla lögð á forvarnir sem snúa að því að láta sjúklinginn koma ánægðan út úr rannsóknarstofunni, skilja hvað hann vill og hverjar hans væntingar eru. Hér eru nefndir nokkrir punktar sem skipta sjúklinginn máli.

Biðtími. Fari biðtíminn yfir 15. mín frá bókuðum tíma ætti geislafræðingur eða röntgenlæknir að fara og tala við hann og útskýra biðina. Þetta á jafnt við um þá sem eiga fyrirfram bókaðan tíma og þá sem mæta og fá bókaðan tíma á staðnum. Allir hafi sama forgang um leið og þeir eru búnir að fá gefinn tíma.

Símtölum ætti að svara innan 15 sek. Þolinmæðin virðist fara minnkandi eftir það.

Umhverfið þarf að virka vel á sjúklinginn.

Röntgenlæknar þyrftu að vera sýnilegri t.d. með því að tala við minnst fimm sjúklinga á dag, það þyrfti ekki að taka langan tíma. Sjúklingar vilja fá svör frá röntgenlæknum, vilja að talað sé við sig. Margir vita jafnvel ekki um tilvist röntgenlækna eða mikilvægi þeirra í úrlausn rannsókna.

Kveðjubréf. Þakka þér fyrir að koma í rannsókn til okkar. Þú getur verið viss um að reyndur röntgenlæknir fari vel yfir rannsóknina og gefi svör sem send verða þínum lækni (eða eitthvað þessu líkt).

Réttur reikningur fyrir rannsóknina skiptir miklu máli.

Image Gently.
Image gently er bandalag sem leggur áherslu á geisla-öryggi barna í rannsóknum. Heimasíða þeirra imagegently.com er mjög áhugaverð og vert að benda á. Töflur í þessari grein eru teknar af heimasíðunni.

Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning á CT rannsóknum. Bara á árunum 2000 – 2005 var aukningin 13%. Talið er að í Bandaríkjunum séu u.þ.b. 30% CT rannsókna óþarfar. Börn eru 2 – 10 sinnum viðkvæmari fyrir geislun er fullorðnir. Það er vegna þess að þau hafa lengri líftíma og viðkvæmari líkamsvefi. Geislunin hefur áhrif á börnin alla ævi og margar rannsóknir á sama barn safnast saman í háa geislaskammta. Svona mikil geislun eykur líkur á krabbameini síðar á ævinni.

Munum því að nota geislaskammta miðaða við börn en ekki fullorðna í öllum rannsóknum. 


#img 1 #Tafla 1. Sömu kV og nánast sömu mA gefa börnum mun hærri geislaskammta en fullorðnum.





#img 2 # Tafla 2. Börn eru 2 – 10 sinnum viðkvæmari fyrir geislun er fullorðnir. 




#img 3 #Tafla 3.

Auður Halldórsdóttir, geislafræðingur
Orkuhúsið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *