ALLIR Á RÖNTGENHÁTÍÐ !!

Nú eru allar helstu upplýsingar um RÖNTGENHÁTÍÐINA 2005 komnar! Aðgangseyrir hefur verið lækkaður, drykkir verða seldir á vægu verði og samkvæmisklæðnaður er ekki áskilinn. Haldið áfram að fylgjast með hér á vefsetrinu, nýtt efni getur birst allt þar til hátíðin hefst!

Eins og allir vita verður hátíðin haldin í Glaðheimum í Kópavogi, Álalind 3, og húsið opnar kl. 18:30.

Aðgangseyrir hefur verið lækkaður og verður aðeins 500 krónur.

Smáréttir verða í boði og drykkir seldir á vægu verði, á bilinu 200 – 300 krónur glasið.

Enn einu sinni skal minnt á að hátíðin er opin öllum sem vinna í tengslum við myndgreiningu, hvaða starfsstétt sem fólk tilheyrir. Af gefnu tilefni skal tekið fram að ekki verður um formlegt borðhald að ræða og samkvæmisklæðnaður alls ekki áskilinn. Hver og einn ákveður fyrir sig hversu prúðbúinn hann vill vera.

Allt sem snýr að hátíðinni er tekið saman í efnisflokknum RÖNTGENHÁTÍÐIN 2005
Auglýsing frá undirbúningsnefnd er hér… 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *