Áhugaverð atriði frá RSNA 2007

Undirrituð heyrði sögu af ungum geislafræðingi sem var spurð hvort hún fylgdist með ákveðinni röntgensíðu á netinu. Svar hennar var: „Neihei, maður les sko ekki svoleiðis þegar maður er búinn með skólann“. Vonandi er þetta ekki ríkjandi viðhorf meðal myndgreiningarfólks og það er heldur ekki ástæða til að hætta að fylgjast með tíðindum frá RSNA þó ráðstefnan sé búin. Fjöldinn allur af netmiðlum eru að bera fréttir af áhugaverðum atriðum frá RSNA.

Greinar og annar fróðleikur frá Íslendingum sem sóttu ráðstefnuna þetta árið birtist svo hér á næstu vikum. Þangað til: 

Á vefsíðu Radiologic Society of North America má til dæmis lesa allar fréttatilkynningar samtakanna frá RSNA ráðstefnunni.

Minna frænka er aldeilis ekki hætt og er með viðamikla umfjöllun í Radcast RSNA 2007. Athugið að aðgangur að Minnu frænku er ókeypis og einfalt að búa sér til aðgangs- og lykilorð.

Veftímaritið Diagnostic Imanging Online býður upp á fréttir og fróðleik frá RSNA 2007.

Fleiri flytja fréttir af RSNA 2007 og myndgreiningarfólk er beðið að láta ritstjóra Arnartíðinda vita ef það veit af skemmtilegu efni frá ráðstefnunni.

03.12.07 Edda Aradóttir  edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *