541 blaðsíða

Fyrr á þessu ári gaf  Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA (International Atomic Energy Agency) út rit um ísótóparannsóknir og lækningar með geislavirkum efnum, en frá þessu var sagt á vef Geislavarna ríkisins í síðustu viku. Við fyrstu sýn getur ritið, Nuclear Medicine Resources Manual, virst óárennilegt en raunin er allt önnur.


#img 1 #Þrátt fyrir að blaðsíðurnar séu fimmhundruð fjörutíu og ein þá er þarna ekki á ferðinni flókið stofnanamál með ótal þurrum upptalningum heldur notadrjúgur leiðarvísir um flest það sem snýr að myndgreiningu með geislavirkum efnum. Auk þess er fjallað um ísótóparannsóknir almennt og ég þori hiklaust að mæla með hluta af þessu riti fyrir allt myndgreiningarfólk, ekki eingöngu þá sem vinna við ísótóparannsóknir.

Allir ættu að geta haft gagn og gaman af innganginum (Foreword), fyrsta kaflanum (General Introduction), öðrum kaflanum (Human Resource Development) og þeim níunda (Nuclear Medicine: Future Trends).

Úr kaflanum „Nuclear Medicine: Future Trends“:
#img 2 #
„Nuclear medicine is underutilized in most countries. As Dr. H.N. Wagner, Jr., likes to say, “Nuclear medicine is the best kept secret in medicine”. That means that nuclear medicine specialists and scientists have to work harder to spread the large amount of information available that favours the use of nuclear techniques for a vast range of clinical applications.“
Myndgreining í heild er býsna vel falinn fjársjóður í þjóðfélaginu en ég er sammála því að ísótóparannsóknir eru á einum af bestu felustöðunum!
 

#img 3 #Viðhorfið sem fram kemur gagnvart starfsfólki er mjög í takt við það sem mér finnst eðlilegt í nútíma heilbrigðisþjónustu:
Kafli 2: Human Resource Development
„The ultimate aim of human resource development is to place the right people at the right time in the right position so as to tap the full potential of the workforce for the benefit of the organization and its staff. There is a current shift in paradigm towards individual centred human resource management. An employee is not merely allocated work and treated simply as another resource, but the self-respect and dignity of the individual are protected and respected. Human resource development (HRD) builds a work culture where each of its members is happy and satisfied with work and life. HRD is not a means to an end, but an end in itself. Development of the individual is the ultimate and single goal of HRD, working on the principle that if an organization takes care of its staff, the staff in turn will take care of the organization.“  


#img 4 #Þriðji kaflinn (Establishing Nuclear Medicine Services), sá fimmti  (Guidelines for General Imaging), og sjötti (Radionuclide Therapy) eru nauðsynlegir fyrir ísótópafólk en sennilega heldur fræðilegir fyrir þá sem ekki vinna við þennan undirflokk í faginu. Mér finnst liður (5) í upptalningunni hér á eftir sérlega athyglisverður því í honum er gert ráð fyrir að sérfræðingar í myndgreiningu taki virkan þátt í skipulagningu áframhaldandi meðferðar sjúklings.   

Kafli 1: General Introduction
„There is also a section on practical clinical protocols and, unlike traditional textbooks where the emphasis is on outlining why protocols should be followed, this manual describes how they should be followed. It also stresses the importance of an accurate interpretation of results and describes pitfalls likely to be encountered. There are five parts in a nuclear medicine report:
(1) The patient and demographic data;
(2) The details of the test undertaken and the patient’s response;
(3) A description of the findings;
(4) A conclusion based on these findings;
(5) The clinical data and request, and clinical advice as a result of the study. „

#img 5 #
Kafli 4 (Instrumentation) fjallar um tækjabúnað en 7 og 8 um gæðaeftirlit og geislavarnir. Í þessum þrem köflum koma fram mörg atriði sem einnig eru áhugaverð fyrir fólk utan ísótópagreiningar og má heimfæra á aðra undirflokka fagsins. 


#img 6 #Myndgreiningarfólk er yfirleitt áhugasamt og hefur mikinn faglegan metnað, þess vegna efast ég ekki um að margir leggja til atlögu við blaðsíðurnar fimmhundruð fjörutíu og eina með góðum árangri. 

22.05.06 Edda Aradóttir  edda@raforninn.is       

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *