30.09.02

Margt fólk í myndgreiningargeiranum er um þessar mundir annað hvort nýkomið af ráðstefnu eða á leið utan til að taka þátt í einni slíkri. Nauðsynlegar upplýsingar varðandi ráðstefnuhald og ferðir má fá á ýmsum stöðum.

Nokkrar góðar upplýsingasíður um ráðstefnur og fleira þess háttar eru til á Netinu og má telja DocGuide eina af þeim bestu. Á Educational Symposia fást upplýsingar um ýmislegt athyglisvert og einnig á RSNALink.
Fáeinar síður má í raun kalla leitarvélar fyrir ráðstefnur í heilbrigðisgeiranum og þarf þá yfirleitt að leita eftir sérgrein og tímabili. Á þessum síðum má oft finna ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar, svo sem um ferða- og gistimöguleika. Í þennan flokk falla t.d. Health on the Net og Healthcare Conferences, ásamt medicalconferences.com.

Hvað ferðirnar sem slíkar varðar er hægt að ganga frá hreinlega öllu í gegnum Netið og síður sem bjóða upplýsingar og bókunarmöguleika eru æði margar. Ein af þeim er Expedia og margir þekkja Travelocity en einnig má nefna TravelNow í þessum flokki. Trip.com er líka til og Yahoo Travel.

Skemmtilegar og gagnlegar síður af svipuðum toga eru t.d. Frommers sem gefur allskyns ferðamannaupplýsingar og fodors sem er viðameiri en svolítið þung í vöfum. TravelApe fær svo plús út á nafnið.

Allt mögulegt tengt veðri og loftslagi er hægt að fræðast um á The Weather Channel og þeir sem vilja vita að hversu miklu krónurnar þeirra verða í öðrum gjaldmiðli geta notað xe.com.

Allir þessir hlekkir eru komnir inn á viðeigandi staði („Ferðasíður“ og „Ráðstefnur o.þ.h.“) í flokknum „Tenglar“ hér á vefsetrinu en þess má geta að þar, eins og annarsstaðar, bætist efni jafnt og þétt við. Það nýjasta núna er í „Stjórnunarfræði„, allt mjög athyglisvert.
EGA.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *