09.09.02

 Teikn á himniHaustið er tími litadýrðarinnar, bæði á jörðu og himni. Í gærkvöldi mátti sjá þetta skýjamynstur yfir Tröllaskaga og með augum þess sem hugsar í kílóvoltum og mAs gildum er engu líkara en eitthvert af nefndum tröllum hafi þurft á röntgenrannsókn að halda. Til gamans má geta þess að tindurinn sem er eins og svolítil arða neðan við þessa risahendi er Dýjafjallshnjúkur, eitt hæsta fjall á norðurlandi. Á hann er hægt að ganga frá býlinu Klængshóli í Skíðadal sem gengur inn úr Svarfaðardal. Leiðin er að vísu talsvert erfið en áhugaverð og útsýnið ægifagurt.  Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *