02.09.02

Viðtökur við nýrri heimasíðu Rafarnarins hafa verið góðar og umferð mikil.
Nú er mikilvægt að fólk verði duglegt að láta til sín heyra þannig að við getum þjónað áhuga- og hagsmunamálum sem flestra í myndgreiningargeiranum.


Við vonumst til að geta náð saman á einn stað aðgengi að flestum þeim upplýsingum  sem myndgreingarfólk þarf á að halda í starfi sínu og starfstengdum frístundum. Þetta getum við aðeins gert ef notendur síðunnar hrósa því sem þeim finnst gott og kvarta yfir því sem betur mætti fara.


Læknisfræðileg myndgreining er mikilvæg og vaxandi atvinnugrein. Við sem störfum á þessu sviði berum ábyrgð á framgangi greinarinnar, sigrum hennar og ósigrum. Öllum er boðið að rita fókusgreinar í Arnartíðindi sem þá birtast í rammanum „Í fókus“ á forsíðunni.


Þannig geta allir komið sínum viðhorfum á framfæri með einföldum og að því er við vonum áhrifaríkum hætti. Frjó og uppbyggileg umræða er undirstaða allra framfara því orð eru til alls fyrst.


Þeir sem áhuga hafa geta sent póst á edda@raforninn.is og/eða haft samband við Eddu í síma 860 3748.    

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *