Myndgreining lungnareks

Á haustþingi Læknafélags norðurlands sem haldið var á Akureyri 25.09.04 flutti Orri Einarsson, röntgensérfræðingur á FSA, fyrirlestur um myndgreiningu lungnareks.


Myndgreining lungnareks                                        Fyrirlesturinn á pdf-formi
Orri Einarsson,
sérfræðingur í myndgreiningu, FSA

Lungnarek getur verið orsök allt að 10% dauðsfalla á sjúkrahúsum. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn sem fyrst. Rétt meðferð getur aukið lífsvon sjúklinga margfalt borið saman við þá sem enga meðferð fá. Klinisk greining er erfið.
Lungnarek uppgötvast ekki fyrr en við krufningu, hjá allmörgum sjúklingum.
Áður fyrr var einkum stuðst við lungnmynd, lungnaskann og/eða lungnaæðarannsókn við myndgreiningu lungnareks.
Á seinni árum hefur tölvusneiðmyndarannsókn af lungnaæðum hinsvegar gjörbylt greiningarmöguleikum. Þessi aðferð er nú allsráðandi við greiningu á lungnareki enda bæði fljótlegri, öruggari og einfaldari en fyrri rannsóknaraðferðir. Nákvæmni er sambærileg við lungnaæðarannsókn sem áður var talin besta mögulega myndgreiningaraðferðin.
Með tilkomu fjölsneiða tölvusneiðmyndatækja hefur þessi þróun haldið áfram og greiningarhæfni aukist.


   

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *