Vefheilbrigðisþjónusta


Margar vefsíður eru til með blönduðum upplýsingum um heilbrigðisþjónustu. Við horfum alltaf mest til myndgreiningarinnar en allt eru þetta hlekkir í sömu keðju.


Þeir sem þekkja fleiri góðar síður í þessum anda eru beðnir að senda póst á ritstjóra Arnartíðinda
ea@ro.is eða hringja í Eddu í síma 860 3748.

Health on the Net (HON)
Er upplýsingasíða á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Rekstraraðilar vefheilbrigðissíðna geta sótt um viðurkenningu frá HON og fá þá sérstaka merkingu sem traust heimild.
HON býður einnig upp á öfluga leitarvél sem leitar í völdu, traustu efni á netinu.
Að auki opnar HON leiðir að gríðarlegu efni bæði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og almenning. 

Wikipedia
Er vel þekkt og veitir aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga, um heilbrigðisþjónustu eins og flest annað. Tengillinn okkar er að sjálfsögðu við upplýsingar um röntgengeisla.

WikiRadiography
Ákaflega góð geislafræðingasíða! Fullt af frábærum upplýsingum, ekki síst um almennt röntgen. Innstillingavideó eru t.d. alveg frábær.
Byggð upp eins og Wikipedia, allir geta auðveldlega bætt við efni og tengt athugasemdir við það sem þeir vilja.

Thoracic Imaging
Býður upp á efni fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra, auk efnis fyrir myndgreiningarfólk og annað heilbrigðisstarfsfólk.

Imaginis
Er „Women´s Imaging“ síða, með áherslu á mammografiu og allt annað í myndgreiningu sem snýr sérstaklega að konum. Bæði upplýsingar fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk, innan og utan myndgreiningar.

CTisUs
Er síðan hans Elliots Fishman og hana þekkir næstum allt myndgreiningarfólk. Þar er fókusinn á CT og CT eingöngu.

e-RadiographyFær stóran plús fyrir örar uppfærslur. Gallinn á sumum efnismiklum síðum, með aragrúa af röntgenmyndum er að þær eru hálfdauðar og þar með úreltar!

RTstudents
Gagnast oft vel þegar mann vantar eitthvað einfalt.

IMRSER
Er málið þegar málið snýst um MR 🙂

Úrlestur lungnamynda… er enn eitt af því flóknasta í myndgreiningunni. 

MedPix
Býður mikið magn kennsluefnis og mynda til að æfa sig á.

SRS-X
Er á vegum skoskra röntgenlækna en „ættir“ hennar liggja allt aftur til 1995. Hún hét UMDS Radiology Teaching Files, varð að The X-ray Files og síðan SRS-X. 

17.12.09 Edda Aradóttir ea@ro.is 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *