Annað öflugasta tækið á eftir leitavélum eru vefefnisyfirlit. Þar er búið að flokka vefsíður eftir innihaldi. Oft gefur leit á slíkum síðum betri niðurstöðu en leit í leitarvél.
Alltheinternet er mjög öflugt yfirlit með 4 milljarða síðna á bak við sig.
About er einskonar risatímarit á vefnum. Lesendur eru um 20 milljónir og About hefur farnast mjög vel.
Open Directory Project er eitt af þessum ótrúlegu verkefnum á vefnum. Góður staður ef maður veit ekki hvar maður á að byrja.
Google directory. Google er bæði leitarvél og vefefnisyfirlit. Ef Google er stillt á Íslensku þá heitir þetta flokkar og það eru sérstakir íslenskir flokkar á Google.
Yahoo directory. Yahoo er að breyta sinni síðu þannig að á henni verða bæði leit og flokkar.