Ágæti viðtakandi
Fimmtudaginn 3. mars nk., munu Siemens AB í Svíþjóð og Smith & Norland bjóða til stuttrar ráðstefnu varðandi MR tengd málefni.
Af þessu tilefni munu Lars Filipsson (sölustjóri Siemens AB), Magnús Karlsson („Application specialist”) og Peter Kreisler („Head of application development”) halda stutt erindi.
Ráðstefnan hefst kl. 16.00 á Grand Hótel Reykjavík, í fundarsalnum Hvammi á jarðhæð, og lýkur henni kl. 18.00.
Kaffiveitingar verða í boði að fundinum loknum.
Dagskráin er svohljóðandi:
• 16.00 – 16.30 Lars Filipsson: „Siemens Medical: Innovation for Healthcare”
• 16.30 – 17.00 Magnus Karlsson: „Advance Neuro Imaging: Perfusion and Diffusion”
• 17.00 – 17.45 Peter Kreisler: „Some more applications and research: cardio, abdomen, 3T and others”
Af skipulagsástæðum, er mikilvægt að fá að vita fjölda þáttakenda frá viðkomandi fyrirtæki/stofnun/deild.
Vinsamlega staðfestið því þátttöku, ásamt upplýsingum um fjölda, hið fyrsta og eigi síðar en fimmtudaginn 24. febrúar ef kostur er til undirritaðs eða Hauks Eiríkssonar (mailto:haukure@sminor.is).
Kveðja / Best regards:
Halldor Haraldsson