Þarnarskyldutexti Orkuhússins

Þagnarskylda

Almennt hvílir sú skylda á starfsmanni skv. Íslenskum rétti að gæta þagmælsku um það sem hann verður áskynja í starfi sínu og ætla má að skaði vinnuveitanda ef spyrst út. Þagnarskylda þessi helst þótt látið sé af starfi.

Í lögum um starfsréttindi heilbrigðisstétta eru ákvæði um þagnarskyldu.

Getur það varðað einstaklinga í heilbrigðisstéttum missi starfsréttinda að brjóta gegn ákvæðum um þagnarskyldu í starfi

Þagnarskylda starfsmanna Stoðkerfis, Læknastöðvarinnar Orkuhúsinu og Íslenskrar myndgreiningar nær til allrar vitneskju um sjúklinga, sjúkdóm þeirra , meðferð og einkamál.

Brot starfsmanns á þagnarskyldu getur eftir atvikum leitt til uppsagnar eða brottreksturs úr starfi.


Ég heiti því að virða þagnarskyldu þá sem lýst er hér að framan

Reykjavík (dags.)

Undirskrift starfsmanns og kennitala


 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *