Starfslýsing verkefnastjóra hjá Endurmenntun HÍ

Endurmenntun Háskóla Íslands

Starfsheiti: Verkefnastjóri “Styttri námskeiða”

Yfirmaður: Námsstjóri Endurmenntunar HÍ


Almennt ábyrgðarsvið:

Verkefnastjóri ber ábyrgð á og hefur umsjón með einstökum námsflokkum og námsleiðum. Hann skapar og þróar námskeið í þeim flokkum sem hann ber ábyrgð á, gerir fjárhags- og markaðsáætlanir fyrir sína flokka og fylgir eftir framkvæmd og frágangi sinna verkefna og námskeiða í samræmi við gerðar áætlanir.

Verkefnastjóri hefur samráð við aðra verkefnastjóra og samræmir sína vinnu og markmið við þeirra. Hann situr reglulega samráðsfundi með námsstjóra.


Helstu verkefni:

1. Þróar og gerir tillögur að nýjum námskeiðum og þjónustu innan síns sviðs – oftast í samráði við faghópa, deildir HÍ, kennara og viðskiptavini. Fylgist með straumum og stefnum innan sinna flokka, sem og þjóðfélagsumræðu almennt sem nýst gæti í námskeiðshugmyndir. Nýtir niðurstöður matsblaða til að endurbæta námskeið og vinna að námskeiðshugmyndum.
2. Sér til þess að jafnvægi sé innan hvers flokks miðað við þarfir markaðarins og að visst hlutfall námskeiða í hverjum flokki sé nýtt.
3. Velur kennara m.t.t. sérþekkingar, kennsluhæfni og reynslu og tryggir endurnýjun / nýliðun kennara.
4. Býr til samskiptaleið fyrir námskeiðshugmyndir og leitar eftir samráði og samvinnu við kennara, m.a. út af námskeiðshugmyndum og þróun námskeiða. Tryggir gott upplýsingastreymi til kennara um framgang og tilhögun mála tengd námskeiðum.
5. Tímasetur námskeiðin, útbýr lýsingar á námskeiðum og þjónustu.
6. Gerir markaðsáætlanir v/eigin námskeiðsflokka í samráði og samvinnu við markaðsstjóra.
7. Semur fréttatilkynningar og vinnur að sendingum markpósta í samráði og samvinnu við markaðsstjóra.
8. Gerir áætlun um tekjur og gjöld einstakra námskeiða skv. ákvörðunum stjórnenda um verðlagningu – og sér um afkomueftirlit með þeim.
9. Tryggir gæði kennslugagna, m.a. með því að stuðla að samræmdu og stílfærðu útliti merktu EHÍ.
10. Tryggir gæði námskeiðs og framkvæmd þess í samráði við þjónustudeild.
11. Tekur þátt í sameiginlegum þróunarfundum verkefnastjóra.
12. Er í stöðugu samráði við aðra starfsmenn innan EHÍ um framkvæmd og þjónustu við námskeiðin.
13. Annast önnur þau verkefni sem honum eru falin af námsstjóra og eru innan eðlilegs starfssviðs verkefnastjóra.


Kröfur um skólagöngu/reynslu:

Háskólapróf æskilegt ásamt haldgóðri reynslu.  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *