Starfslýsing námsstjóra hjá Endurmenntun HÍ


Endurmenntun Háskóla Íslands

Starfsheiti: Námsstjóri

Yfirmaður: Forstöðumaður Endurmenntunar HÍ


Almennt ábyrgðarsvið:

Námsstjóri er yfirmaður allra verkefnisstjóra. Hann stjórnar, hefur umsjón með og samhæfir vinnu verkefnisstjóra. Hann þróar, samhæfir og innleiðir áætlanir á þeim námsleiðum sem Endurmenntun býður uppá hverju sinni. Námsstjórinn sér einnig um að fjárhagsætlanir hinna einstöku námsleiða séu unnar á réttum tímum og eftirfylgni með að þær standist. Námsstjóri veitir aðhald og samræmir störf eftir því sem við á hverju sinni.

Námsstjóri situr reglulega fundi stjórnenda Endurmenntunar.


Helstu verkefni:

1. Veitir forystu og daglega stjórnun á öllum þeim námsleiðum sem heyra undir viðkomandi á hverjum tíma. Heldur reglulega fundi með verkefnastjórum.
2. Sér til þess að hlutverki og markmiðum eins og þau eru sett á hverjum tíma um hin einstöku námskeið/námslínur hjá Endurmenntun sé komið í framkvæmd. Jafnframt að gerð námsframboðs og þróun þess og gæði séu í eðlilegum farvegi á hverjum tíma.
3. Sér um að gerðar séu áætlanir til lengri og skemmri tíma, markmið sett og stefna sett um aðgerðir, eftirfylgni og að mat á árangri fari fram og jafnframt að breytingar sem leiða til endurbóta séu innleiddar.
4. Hannar og sér til þess að viðeigandi stjórnun sé á öllum aðgerðum, þær allar rétt mannaðar til þess að markmiðum verði náð; sér um ráðningar, þjálfun og stjórnun verkefnisstjóra og mat á frammistöðu þeirra.
5. Vinnur ýmsar áætlanir að beiðni forstöðumanns, eins og t.d. um þróun fjarkennslu í samráði við aðra og einnig námsframboð til annarra s.s. fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka.
6. Vinnur í samráði við markaðsstjóra úttektir (kannanir) þar sem leitað er eftir þörfum markaðarins fyrir endurmenntun og með hvaða hætti Endurmenntun svarar þeim þörfum.
7. Vinnur árlega drög að fjárhagsáætlunum og gerir reglulega úttekt á kostnaði og framlegð í samráði við fjármálastjóra.
8. Skipuleggur og vinnur ýmis konar þróunarvinnu þar sem leitað er eftir fjármagni, styrkjum og stuðningi til að hefja nýjar námslínur.
9. Fylgist með þróun mála á markaði endurmenntununar, bæði á Íslandi og erlendis með sókn á fundi og ráðstefnur.
10. Er fulltrúi Endurmenntununar í fagráðum lengra náms og stýrir þeim.
11. Er staðgengill forstöðumanns í fjarveru hans.
12. Heldur góðri liðsheild meðal starfsmanna sem heyra undir námsstjóra og veitir trausta forystu í öllum þeim rekstri sem þar heyrir undir.
13. Annast önnur þau verkefni sem honum eru falin af forstöðumanni og eru innan eðlilegs starfssviðs námsstjóra.


Kröfur um skólagöngu/reynslu:

B.A. eða B.Sc. próf og 3 til 5 ára reynsla í kennslu/skólastjórn framhaldsskóla eða á efri námsstigum. Kennsla og stjórnun á háskólastigi er æskileg.   

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *