Reykjavík, 1. október 2003
Til félagsmanna:
Stéttarfélags sjúkraþjálfara, SSÞ
Iðjuþjálfafélags Íslands, IÞI
Félags Geislafræðinga, FG og
Líftæknifræðinga, MTÍ.
Milli þessara fjögurra félaga hefur nú verið gerður samstarfssamningur um rekstur sameiginlegrar þjónustuskrifstofu SIGL (upphafsstafir félaganna fjögurra). Samningurinn var undirritaður 30. september sl. og tók skrifstofan formlega til starfa 1. október.
Stofnun þjónustuskrifstofunnar á sér talsverðan aðdraganda og var að tillögu Halldóru Friðjónsdóttur, formanns BHM og Gísla Tryggvasonar, frkv.stj. BHM stofnað til viðræðna milli þessara fjögurra félaga um sl. áramót. Fljótlega kom í ljós að þau áttu ýmislegt sameiginlegt og fulltrúar þeirra fundu styrk í þessu samstarfi jafnframt því sem leitað var fyrirmyndar hjá núverandi þjónustuskrifstofu fimm BHM félaga sem hefir reynst hafa marga góða kosti.
Markmiðin voru og eru þau helst:
Að hagræða í rekstri á skrifstofu og bæta þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna.
Að byggja upp, þróa og viðhalda þekkingu á kjara- og réttindamálum.
Að bæta aðgengi félagsmanna og kjörinna fulltrúa að þjónustu og upplýsingum.
Að samhæfa krafta stéttarfélaga í skyldum greinum.
Að bæta gagna- og skjalavörslu.
Að létta störf kjörinna fulltrúa í stjórnum og nefndum.
Starfsstöð þjónustuskrifstofu SIGL: Á 3. hæð að Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Opnunartími skrifstofunnar: mánudagar kl. 13:00-16:00 og
þri/mið/fim/fös. kl. 09:00 til 12:00
Sími: 588 9770
Netfang: sigl@bhm.is
Starfsmaður: Margrét Eggertsdóttir, frkv.stj.
Frá og með sl. mánaðarmótum mun þjónustuskrifstofan taka við öllum fyrirspurnum og erindum til ofangreindra félaga á þeim skrifstofutíma sem hér hefur verið tilgreindur og leitast við að afgreiða þau eða vísa þeim til viðeigandi aðila, formanns eða annarra kjörinna fulltrúa félaganna.
Formenn félaganna munu síðan hafa fasta viðverutíma í síma þar sem félagsmenn geta snúið sér til þeirra beint með erindi sín.
Félag, formaður, sími/netfang, viðvera:
SSÞ: Aðalheiður K. Þórarinsdóttir og Arndís Bjarnadóttir, 5889770/5881885, sjukrathjalfun@bhm.is, mánudaga og fimmtudaga kl. 15:00-17:00.
IÞÍ: Aðalheiður Pálsdóttir, 5881885/5889770, formadur@ii.is, mánudaga og miðvikudaga kl. 14:15-16:15.
FG: Jónína Guðjóndóttir, 5881885/5889770, fg@geislar.net, miðvikudaga kl. 11.00-12.00.
MTÍ: Kristín Hafsteinsdóttir, 5889770/5881885, mti@bhm.is, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 08:00-12:00.