Til Sjúkraþjálfara, Iðjuþjálfa, Geislafræðinga og Lífeindafræðinga!
Við sem tilheyrum þessum fagstéttum höfum frá 1. október 2003 rekið sameiginlega þjónustuskrifstofu SIGL. Samstarfið hefur gengið vel og sannað ágæti sitt á margan hátt og er nú kominn tími til að nýta sameiginlega krafta – félagsmönnum enn frekar til framdráttar.
Stjórn SIGL býður því hér með
félagsmönnum félaganna fjögurra til:
Fræðslufundar á vegum SIGL
fimmtudagskvöldið 18. október kl. 20.00
í fundarsalnum á 3. hæð í Borgartúni 6 – Reykjavík
Efni fundarins er:
Kynning á SIGL
Flytjandi: Katrín Sigurðardóttir, geislafræðingur
og formaður stjórnar SIGL
Fræðsluerindi:
Hvað finnst mér um starfið mitt?
Flytjandi: Steinunn I. Stefánsdóttir sálfræðingur
Markmið:
Að styrkja sjálfsvirði í starfi.
Efnistök og uppbygging:
Ytri viðmið s.s. laun eru gjarnan notuð sem mælikvarði á gildi starfa. En það er okkar eigið sjálfsvirði, viðmið sem tengjast markmiðum okkar, gildum og þeim árangri sem við upplifum dagsdaglega sem hafa mest áhrif á vinnugleði og aðrar tilfinningar sem tengjast starfi.
Meðal efnisþátta:
Hver metur starfið mitt?
Hvernig met ég starf mitt?
Hvað stýrir minni vinnugleði?
Hvenær/hvernig nýt ég starfsins best?
Rúmlega klukkutíma erindi með virkum umræðum.
Létt sjálfsskoðun.
Hópvinna.
Takið kvöldið 18. október frá í dagbók ykkar og eigum saman ánægjulega kvöldstund
Formenn SIGL félaga
Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari
Lilja Ingvarsson, iðjuþjálfi
Katrín Sigurðardóttir, geislafræðingur
Kristín Hafsteinsdóttir, lífeindafræðingur