RSNA 2006 – Birna Jónsdóttir

Mánudagur 27. nóvember á RSNA 2006.

Ég mæli með hótelinu House of Blues, allt þar hentar mér frá írska hafragrautnum til…

Ekki veitti af góðri undirstöðu fyrir daginn sem var tileinkaður hjartanu. Hann byrjadi 8:30 með MR eðlisfræði, ein yfirferðin enn um spin-, grad-, eitt-, tvö-, echo-, o.s.fr. Líka Black blood / White blood og annað því skylt.
DSMR er lyfja-áreynslupróf í MR og það er meðal þess sem stendur til að gera í nýja MR-inu sem verið er að setja niður hjá Röntgen Domus á Egilsgötu þessa dagana. Hjarta myndgreining er á miklu flugi nú um stundir og augljóst mál að röntgenlæknar ætla sér stóran hluta kökunnar.

Miklir möguleikar í hugbúnaði
Eftir þennan stórfína hjartakúrs fór ég að hitta Toshiba fólk og fræðast um nýjungar í útgáfu 3.0 af hjarta hugbúnaði.
Miklu skemmtilegra var samt það sem Vitrea vinnustöðvamaðurinn sýndi mér í fjarvinnslutækni. Nú get ég „auðveldlega“ unnið fjarvinnu á Vitreu því þeir selja sérstakan hugbúnað, bara ef ég hef a.m.k 4.0 mbite ADSL og skjákort sem er xxx o.s.fr., o.s.fr.
Jæja, sölumenn þurfa lika að lifa, það finnur maður vel hér.

Tölvusneiðmyndir tvöhundruðfimmtíuogsex
Veðrið hefur verið yndislegt svo ég hitti minn kæra maka “down town” í hádeginu og við borðuðum í suðurhluta borgarinnar, á stað sem heitir Printers row. Þar hef ég ekki komið áður þó ég hafi verið hér í Chicago oftar en ég vil kannast við. Toshiba plataði mig á fræðslufund um 256 sneiða CT seinni hluta dags og eftir að hafa staðið þar upp á endann og hlustað á margt ótrúlega málglatt fólk var ég ofboðslega glöð að smeygja mér i sætið i óperunni þar sem 3.5 klst af Rómeó og Júlíu beið mín.

„The RSNA show goes on“
Í upphafi sýningar kom framkvæmdastjórinn á sviðið og tilkynnti um breytingar á söngvurum. Sá sem átti að syngja Rómeó hafði eignast son fyrr um daginn svo við fengum “debutant” sem stóð sig með prýði og fékk gott klapp. Ja, það snýst víst ekki lengur allt um “the show must go on” en á RSNA er er hinsvegar allt á fullu ennþá og verður bara meira næstu daga! 

28.11.08 Birna Jónsdóttir  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *