Röntgendagurinn 2007

 

Ekkert varð úr Röntgenhátíð þetta árið, og er það miður, en þrátt fyrir það er ýmislegt um að vera í tengslum við Röntgendaginn.


#img 1 #
Hjá Félagi geislafræðinga er boðað til fundar fimmtudagskvöldið 8. nóvember, klukkan 20:00 að Borgartúni 6, 3.hæð. Þar mun Jónína Guðjónsdóttir flytja fyrirlestur um notkun straumlínubúnaðar í tölvusneiðmyndatækni, auk þess sem í boði eru léttar veitingar, en fyrst og fremst er þetta tækifæri til skemmtilegrar samveru.


Afmælisfundur Félags íslenskra röntgenlækna verður haldinn föstudagskvöldið 9. nóvember. Minnst er hálfrar aldar afmælis félagsins og mun Örn Smári Arnaldsson flytja ávarp um sögu þess.

05.11.07 Edda G. Aradóttir edda@raforninn.is 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *