Poppkorn og Geislavarnir ríkisins.

Eitt af því sem myndgreiningarfólk kannast vel við er hræðsla almennings við allt sem heitir geislun. Geislun frá farsímum hefur fengið talsverða umfjöllun og eitt af því sem hefur verið sýnt til sönnunar því að farsímar séu hættulegir heilsunni er myndband sem sýnir vinahóp poppa maís með fjórum farsímum. Það vita ekki allir að þetta myndband er aðeins auglýsing fyrir ákveðið fyrirtæki sem framleiðir handfrjálsan búnað. Geislavarnir ríkisins undirstrika á vefsíðu sinni að myndbandið er gabb. 

29.08.08 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *