Nýtt efni í hverri viku


Á vefsetri Rafarnarins (www.raforninn.is) er alltaf eitthvað nýtt að sjá. Hvern einasta mánudag kemur ný frétt í Arnartíðindum og ný grein í „Í fókus“, sem þýðir að forsíðan er uppfærð í hverri viku.

Þar fyrir utan eru sífellt að bætast tengingar við áhugaverðar vefsíður í „Tenglar“ og í rammann „Á döfinni“ koma nýjar og nýjar auglýsingar um námskeið, ráðstefnur og aðra viðburði.

Fólk er hvatt til að líta sem oftast í heimsókn og ef nokkrir dagar hafa liðið er um að gera að fletta a.m.k. í Arnartíðindum og „Í fókus og aðrar greinar„.

Það bætist einnig við efni í öðrum flokkum smátt og smátt, verið dugleg að fletta!
     

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *