MRI – framhaldsnámskeið


Menntunarnefnd FG, í samvinnu við THÍ, verður með námskeið í segulómun, fimmtudaginn 13. nóvember n.k., kl. 14 – 18.
Fyrirlesari er Sigurður Sigurðsson, geislafræðingur. Námskeiðið verður haldið í THÍ og mun ína Dögg Eyþórsdóttir, starfsmaður heilbrigðisdeildar, taka við skráningum í netfanginu ina@thi.is eða í síma THÍ 577-1400. Námskeiðsgjald verður kr. 3500 og innifalið er námsgögn og veitingar.

Framhaldsnámskeið í segulómun – námskeiðslýsing.

Tilgangur námskeiðsins er að þeir sem það sækja öðlist frekari innsýn í eðlisfræði og notkunarsvið segulómunar og þannig verði hægt að tengja saman eðlisfræði og klíníska notkun. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á „Gradient Echo“ (GRE) og „Echo Planar“ (EPI) myndaraðir en framþróun segulómunar ásamt stórauknu notkunargildi hefur að miklu leyti falist í beitingu þessara myndaraða. Fjallað verður almennt um virkni gradíenta og hvernig þeir eru notaðir til að staðsetja myndmerkið. Þá verður fjallað um flokkun GRE og EPI myndaraða frá ólíkum framleiðendum segulómtækja. Einnig verður leitast við að gera skil á fjölda rannsókna þar sem GRE og EPI myndaraðir koma við sögu, svo sem fMRI, perfusion, æðarannsóknir, útlimarannsóknir, kviðarholsrannsóknir, DWI, DTI, spekturgreiningu og hjartarannsóknir. 


Tekið næstum orðrétt úr fréttabréfi Félags geislafræðinga, í október 2003.
Edda Aradóttir.
   

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *