Málþing Samtaka heilbrigðisstétta


Geta heilbrigðisstéttir unnið saman?
Skjólstæðingurinn, líðan hans og bati er miðpunkturinn í starfi allra heilbrigðisstétta. Nú þegar neikvæð umræða um heilbrigðiskerfið sligar þjóðfélagið er mikilvægt að heilbrigðisstéttir styðji hverja aðra, líði vel og sinni skjólstæðingnum sem best. Þá er hins vegar mikilvægt að staldra við og spyrja:

Hvað vita heilbrigðisstéttir um störf annarra heilbrigðisstétta og mikilvægi þeirra?
Eru heilbrigðisstéttir að keppa hver við aðra?
Er skjólstæðingurinn og hans hagur alltaf í fyrsta sæti?

Framsöguerindi hafa:
Kristín Hafsteinsdóttir, formaður félags meinatækna
Hermann Óskarsson, félagsfræðingur, dósent við HA
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður hjúkrunarfræðingafélagsins
Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, doktorsnemi og vinnur nú að rannsókn á sviði starfsánægju, samskipta, stjórnunar, gæða og þjónustu, á Landspítala-háskólasjúkrahúsi
Jóhannes Kristjánsson, eftirherma.

Fundarstjóri: Lárus Steinþór Guðmundsson lyfjafræðingur

Málþingið verður haldið á Grand Hotel 25. október nk. kl 10:00-14:00.
Athugið að forskráning verður til hádegis föstudaginn 24. okt. í netfang: kristin@stja.is Þáttökugjald er 1000. kr. og er greitt við inngang.
Kaffiveitingar eru innifaldar í þáttökugjaldi.

Stjórn Samtaka heilbrigðisstétta.
Með bestu kveðju
Árni Davíðsson, ritari SHS.
   

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *