Listi skráningarskyld atvik LSH Myndgr.Atvikaskráning á myndgreiningarsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss

Atvik í myndgreiningu sem skal alltaf skrá:

Atvik vegna sjúklinga:
Atvik vegna auðkennis sjúklings:
Rangur sjúklingur kemur til rannsóknar og er rannsakaður
Beiðni er send fyrir rangan sjúkling og hann er rannsakaður
Úrlestur röntgenlæknis fer á ranga bókun og þar með á rangan einstakling

Atvik vegna tækjabúnaðar:
Ekki hægt að ljúka rannsókn vegna tækjabilunar
     Skrá stofu
Tæki veldur sjúklingi skaða
     Skrá stofu
Sjúklingur fær of háan geislaskammt
     Skrá stofu

Atvik tengt lyfjagjöf:
Skuggaefni fer út fyrir æð
     Skrá hver setur upp nál
Ísótópar fara út fyrir æð
     Skrá hver setur upp nál
Ofnæmi – lost, öndunarerfiðleikar, útbrot
     Skrá viðbrögð, lyf gefin af okkur, neyðarteymi kallað til

Atvik tengt veru sjúklings á röntgendeild:
Fall eða slys vegna ónógrar vörslu á sjúklingi
Aðrar aðstæður á röntgendeild valda sjúklingi skaða
Atvik tengt framkvæmd rannsókna
Rangt líffærakerfi rannsakað
Rannsókn ranglega framkvæmd tvisvar
Atvik tengd samskiptum við aðra
Röntgensvar ekki sent út

Atvik vegna starfsmanna:
Starfsmaður verður fyrir ofbeldi
Starfsmaður verður fyrir skaða af tækjabúnaði eða öðrum búnaði
Stunguóhöpp
Of há geislun, geislunarslys

Athugið að þessi listi er ekki tæmandi og hvatt er til að skrá önnur atvik en ofanskráð sé ástæða talin til.

02. apríl 2007
Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *