Kynningartexti v kjarasamnings BHM mars 2005

Samstarf allra félaga innan BHM (að einu undanskildu) skapar mikilvægan grundvöll fyrir því að leiðrétta kjör háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu.
Samningurinn hefur það að markmiði að vinna gegn kynbundnum launamun.
Lægstu laun eru hækkuð sérstaklega.

Einn stofnanasamningur fyirr öll BHM félög hjá hverri stofnun.
• innbyrðis sitja félögin nú við sama borð í stofnanasamningum – eins og kostur er
• meiri þrýstingur á stofnun að gera/endurnýja stofnanasamninga – skilvirkni við gerð þeirra líklegri.
• stofnanasamningagerð mun fylgja fjármagn sem kemur inn með árs millibili maí 2006 og 2007.
• félagið þarf að skilgreina sitt fag, hvað störf geislafræðinga fela í sér og hverjar eru ábyrgðir þeirra sem störfunum gegna.
• Möguleiki er á þróun mats og framgangskerfa; þurfum að greina og meta hvar tækifæri eru í því sambandi fyrir geislafræðinga.

Ein launatafla fyrir BHM félög
• samningar gagnsærri sem auðveldar samanburð.
• engar aldurshækkanir
• í staðinn koma álagsþrep, allt að 20% á flokk, sem gefa svigrúm innan flokksins byggt meðal annars á reynslu og þekkingu.
• Lágmarkslaun verða kr. 200.000.

Samningurinn er “afturvirkur” í þeim skilningi að geidd er ein greiðsla (20.000 kr) vegna des’04 og jan’05 þegar enginn samningur var í gildi.


Miðað við launatöflu sem tekur gildi 01.02.05 þá hækka laun geislafræðinga um 6.65% sem er meiri hækkun en flest önnur BHM félög fá.
Vaktaálag og yfirvinna verður reiknuð frá því þrepi launaflokks sem starfsmaður er í en ekki frá fyrsta þrepi þess launaflokks sem starfmaður er í.
Fulltrúi geislafræðinga verður í samstarfsnefnd sem vinnur að því að móta það sem lagt verður til grundvallar í stofnana samningi. Þetta skapar tækifæri til að leiðrétta launamun í stofnanasamningi.
Stofnanasamningur á að vera tilbúin 01.05.06 en þá tekur gildi sameiginleg launatafla allra BHM félaga sem þátt eiga í samflotinu. Að fá eina launatöflu og að það sé gerður einn stofnanasamningur er mjög miklvægt vegna þess að þar hafa verið smugur sem leitt hafa til þess mismunar á kjörum geislafræðinga og annarra sambærilegra félaga sem eru innan samflotsins og við berum okkur saman við.
Ég mæli með að geislafræðingar samþykki þennan samning ekki síst vegna þess að í honum felst möguleiki á að leiðrétta laun; vegna einnar launatöflu, eins stofnanasamnings og endurskoðunar á röðun í töflu og þess sem lagt er til grundvallar þeirri röðun.

Kveðja,
Katrín Sigurðardóttir
Formaður FG
 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *