Kveðja Smára til Arnar Smára

Við þessi tímamót í lífi Arnar Smára er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að starfa með honum um árabil
Örn Smári Arnaldsson er fylginn sér og það kom fram í hans stjórnunar stíl. Hann greinir að menn og málefni og honum lætur vel að vinna með fólki með öndverðar skoðanir. Hann var ætíð tilbúinn að hætta sinni eigin stöðu í átökum sem snertu hagsmuni spítalans eða skjólstæðinga hans.

Þá eins og nú var hægur gangur framfaramála sífellt viðfangsefni og við skilgreindum á þessum tíma stuðulinn eitt BSP sem þann tíma sem tók að koma fram umbótum sem enginn var á móti. Á BSP tímanum voru þetta talin vera 4 ár. Erfiðustu viðfangsefnin voru tækjakaupa og húsnæðismál.

Á þeim tíma sem Örn Smári gengdi ýmsum ábyrgðar- og stjórnunarstöðum fyrir spítalann í Fossvogi var stjórnun nánast talin til hjáverka hjá læknum. Nútíma stjórnunarhugmyndir höfðu ekki haldið innreið í heilbrigðiskerfið. Margir læknar báru litla virðung fyrir stjórnun, voru erfiðir viðfangs og sýndu stjórnun og stjórum oft og tíðum litla virðingu. Ég veit reyndar ekki hvort þetta hefur nokkuð lagast.

Myndgreingardeildin í Fossvogi varð mjög öflug undir stjórn Arnar Smára, tekinn var upp þjónustumiðaður rekstur og þar sóttist fólk eftir að fá að starfa.

Ég þakka Erni Smára samstarfið og óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta um ókomin ár.

Smári Kristinsson

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *