Sigurður Rúnar Ívarsson er mikill golfáhugamaður og eiginkonan, Sigurborg, ekki síður. Í árshátíðarferð Rafarnarins fengu þau góðar mótttökur hjá sænskum skoðanabróður:
Laugardaginn 28. október fórum við Sigurborg og spiluðum 16 holur á Stockholm Golfklubb en til að komast í þann klúbb sem meðlimur þá þarf að bíða 15 til 20 ár.
Við vorum svo heppinn að fá að fara einn hring, og spiluðum með 73 ára eldhressum Svía sem gekk í klúbbinn 1958.
Þessi maður sagði okkur allt um völlinn og klúbbinn og gaf okkur góð ráð.
#img 1 #
Hann sagði okkur meðal annars frá tré sem á sér merkilega sögu: Í þrumuveðri leituðu tveir kylfingar sér skjóls undir því og lögðu kylfurnar sínar upp við tréð (báðar með stálskapti). Það hlóp elding í tréð og eldingin klofnaði svo í berkinum og fór niður báðar kylfurnar sem hálf bráðnuðu við þetta, ef myndin sem fylgir með er stækkuð þá sjást rákirnar sjást vel í berkinum eftir eldinguna og hvar kylfurnar svo tóku við henni.
Á myndasíðunni má einig sjá “Konungs” sumarbústað, sem er lítil höll hinum megin við vatnið en því miður er myndin yfirlýst. Hér áður fyrr var róið með kóngin úr höllinni yfir vatnið og að 15 teig (við stöndum á 14 teig) og þá urðu aðrir kylfingar að víkja fyrir kónginum. Heiðursmaðurinn sem splilaði með okkur, spilaði stundum með prinsinum í gamla daga.
Síðasta myndin er svo af Sigurborgu við “logoið” þeirra og ef myndin er stækkuð þá sést að þessi klúbbur er frá 1904.
Að þessum golfhring loknum þá ók þessi gamli heiðursmaður okkur í “Mölby centrum” en þar skoðum við verslunar venjur Svíana og tókum svo lestina niður í bæ.
Með bestu kveðju
Sig. Rúnar Ívarsson
Unnið 11.11.06 Edda Aradóttir edda@raforninn.is