Lokaumferð Geislakeilu 2006 fór fram miðvikudaginn 10 maí og heildarúrslit keppninnar eru þau að:
Keilulið Rafarnarins hrósaði sigri og má segja að Geislakeilubikarinn sé þar með kominn heim!!
Keilubanar Hjartaverndar fylgdu fast á eftir og lið Geislavarna ríkisins á hæla þeim. Allt til loka keppninnar var ómögulegt að spá fyrir um úrslit og aðeins örfá stig skilja að liðin í þrem efstu sætunum.
Staðfest stigatafla er komin frá Guðlaugi Einarssyni.
Arnartíðindi óska strákunum innilega til hamingju með sigurinn og innan örfárra daga verða birtar myndir og frásögn frá úrslitakvöldinu.
Allar upplýsingar um Geislakeiluna frá upphafi er að finna í samnefndum flokki á forsíðu raforninn.is
11.05.06 Edda Aradóttir edda@raforninn.is