Fundargerð aðalfundar FG 2008

Fundargerð aðalfundar Félags geislafræðinga, haldinn fimmtudaginn 3. apríl 2008 kl. 20.00 í Borgartúni 6, Reykjavík.

1. Katrín Sigurðardóttir formaður félagsins setti fundinn og gerði tillögu um Bryndísi Hinriksdóttur sem fundarstjóra og Margréti Halldórsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt.

2. Katrín flutti skýrslu stjórnar. Í máli hennar kom eftirfarandi fram:

Félagið hefur verið í samfloti með öðrum félögum innan BHM í kjaramálum, en einhver félög eru að draga sig út úr samflotinu. Með þessu samstarfi hafa félögin innan SIGL öðlast áhrif sem þau höfðu ekki áður. Félag geislafræðinga ætlar í samstarf við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands með endur-menntunarnámskeið.

Félagsgjöld hafa dregist verulega saman á milli ára vegna aukinna vanskila félagsmanna.

Tveir norrænir fundir voru haldnir í alþjóðanefnd á starfsárinu, annar í Malmö og hinn í Vín. Danir halda næstu norrænu ráðstefnu í Kaupmannahöfn í júní 2009. Uppi eru hugmyndir um breytingar á norrænu ráðstefnunum því að þær eru ekki vel sóttar og þykja mjög dýrar. Næsti alþjóðlegi fundur verður í apríl 2008 í Durban í Suður-Afríku og mun formaður félagsins sækja þann fund.

Nomar, sem er norrænt samstarf um meistaranám, hefur ákveðið að hefja til reynslu nám haustið 2009.

Félag geislafræðinga gekk í ný Evrópusamtök á árinu 2007 vegna óánægju með fyrri samtök (ECRRT), sem félagið er þó enn aðili að. Aðild að þessum samtökum verður endurskoðuð árlega, ekki er vitað um kostnað vegna aðildar að hinum nýju samtökum.

Að loknu máli Katrínar flutti Hlín Sveinbjörnsdóttir skýrslu menntunarnefndar og kom þar fram að fjórir fundir voru haldnir á árinu og voru þeir vel sóttir.

3. Í forföllum gjaldkera kynnti Margrét Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri SIGL, endurskoðaðan ársreikning fyrir árið 2007. Tekjur ársins námu alls kr. 4.829.532 og rekstrargjöld voru kr. 3.648.000. Hagnaður ársins að teknu tilliti til fjármunatekna og fjármagnsgjalda nam kr. 1.231.144. Eignir félagsins í árslok 2007 voru kr. 4.135.033, þar af var hlutdeild í Borgartúni 6 kr. 2.230.429. Reikningurinn var borinn undir fundinn og samþykktur samhljóða.

4. Margrét Eggertsdóttir kynnti fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2008 og var hún samþykkt.

5. Fundarstjóri kynnti eftirfarandi tillögur til breytinga á lögum félagsins og reglum um kjaradeilusjóð og voru þær samþykktar samhljóða.:
– 2. tl. 1. mgr. 3. gr. laga félagsins verður þannig: Þeir sem sem lokið hafa námi frá Röntgentæknaskóla Íslands, námsbraut í geislafræði við Tækniskóla Íslands, námsbraut í geislafræði við Tækniháskóla Íslands, námsbraut í geislafræði við Háskólann í Reykjavík starfræktri árin 2005 – 2008 eða geisla- og lífeindafræðiskor læknadeildar Háskóla Íslands. Þeir íslenskir ríkisborgarar sem lokið hafa tilsvarandi námi erlendis og hlotið löggildingu hérlendis.
– 8. gr. reglna Kjaradeilusjóðs Félags geislafræðinga verður þannig: Rétt til styrks úr sjóðnum á sérhver aðili að honum, sem ekki getur stundað vinnu sína vegna kjaradeilu félaga í Félagi geislafræðinga enda sé hann skuldlaus við félagið þegar styrkveiting fer fram. Ekki skal þó greiða styrki úr sjóðnum vegna fyrstu viku vinnustöðvunar. Þegar vinnudeila er fyrirsjáanleg skal stjórn sjóðsins gera áætlun um greiðslur úr sjóðnum og útbúa almennar reglur um úthlutun styrkja til félagsmanna. Að jafnaði skulu úthlutunarreglur ræddar á félagsfundi og leitað samþykkis hans.

6. Eftirfarandi tillaga um röðun í stjórn og nefndir var samþykkt:

Stjórn
Katrín Sigurðardóttir formaður
Halla Grétarsdóttir gjaldkeri
Grímheiður Freyja Jóhannsdóttir
Halldóra Guðmannsdóttir
Harpa Dís Birgisdóttir
Harpa Soffía Einarsdóttir
Þuríður Anna Pálsdóttir

Menntunarnefnd
Anna Björk Atladóttir
Hildur Ólafsdóttir
Hlín Sveinbjörnsdóttir
Kristín Þórmundsdóttir
Ragnheiður Gróa Hjálmarsdóttir
Sigurbjörg Helga Skúladóttir

Ritnefnd
Guðrún Lilja Jónsdóttir
Helena Halldórsdóttir
Jónína Guðjónsdóttir
Katrín Sigurðardóttir

Samninganefnd
Halla Grétarsdóttir
Halldóra Guðmannsdóttir
Harpa Dís Birgisdóttir
Katrín Sigurðardóttir
Jónína Guðjónsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Sigríður Einarsdóttir

Alþjóðanefnd
Bryndís Óskarsdóttir
Katrín Sigurðardóttir
Kristín Þórmundsdóttir
Kristján Örn Jóhannsson
Þórunn Káradóttir Hvasshovd

Siðanefnd
Aðalheiður Íris Hjaltadóttir
Aðalheiður Jónsdóttir
Agnes Þórólfsdóttir
Auður Valdimarsdóttir
Dagný Sverrisdóttir
Margrét Halldórsdóttir
Stefanína A. Halldórsdóttir

Stjórn kjaradeilusjóðs
Alda Steingrímsdóttir
Auður Halldórsdóttir
Halla Grétarsdóttir
Katrín Sigurðardóttir
Kristín Þórmundsdóttir

Skoðunarmenn reikninga
Auður Halldórsdóttir
Kristín Pálsdóttir

Stjórn vísindasjóðs
Alda Steingrímsdóttir
Grímheiður Freyja Jóhannsdóttir
Halla Grétarsdóttir

7. Þrír nýjir félagsmenn, nr. 202, 203 og 204, voru teknir inn í félagið, norskir geislafræðingar sem starfa á Landspítalanum.

8. Önnur mál.

– Rætt um uppsagnir á Landspítalanum, staðan rædd, en þar á að fara að breyta vaktakerfi.

– Spurt var hvort búið væri að ráða fleiri norska geislafræðinga á Landspítala, ekki fengust svör við því.

Fleira gerðist ekki og fundi var slitið kl. 22.00.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *