Framhaldsnám á netinu – CT

Fjarnám við Háskólann í Osló
Háskólinn í Osló býður upp á framhaldsnám varðandi tölvusneiðmyndarannsóknir. Þetta var kynnt á vinnufundi starfsmanna norrænu geislavarnastofnananna sem haldinn var í Kaupmannahöfn nú í maí og Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur, sótti. 

Nauðsynlegur búnaður og grunnþekking

Þarna er um fullkomið fjarnám að ræða, allt fer fram á netinu. Væntanlegir nemendur þurfa að hafa aðgang að CT tækjum, mælibúnaði og búnaði til að meta myndgæði. Hérlendis er slíkur búnaður til hjá LSH, Raferninum og Geislavörnum ríkisins. Nauðsynlegt er að geta lesið norsku en mögulegt að semja um að senda inn á ensku, ef fólk getur ekki tjáð sig á norskunni. 

Umsóknir
Skráningu fyrir haustönn 2003 er lokið en upplýsingar varðandi umsóknir lengra fram í tímann má finna á vefsetri Háskólans í Osló. 

Tengill frá www.raforninn.is 
Slóðin á vefsetur Háskólans í Osló verður í tenglaflokknum „Fagfélög og skólar„, a.m.k. fyrst um sinn. Ef til vill verður síðar búinn til sérstakur flokkur fyrir nám á netinu.


   

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *