Fókus 17. nóv. 2008


Tvær ólíkar en skemmtilegar fréttir rak á fjörur mínar í síðustu viku. Önnur er erlend en hin af vef Geislavarna ríkisins.

…límband getur gefið frá sér röntgengeislun ef vafið er ofan af rúllunni í lofttómi. 
Fyrst var minnst á þetta fyrir meira en hálfri öld þegar rússneskir vísindamenn sögðu frá í skýrslu að röntgengeislar hefðu myndast þegar límband var rifið af glerplötu. 
Í október síðastliðnum birtu nokkrir bandarískir háskólanemar skýrslu í tímaritinu Nature um tilraun þar sem þeir létu vél vefja ofan af límbandsrúllu, inni í lofttæmdu rými. Rétt við staðinn þar sem límbandið losnar af rúllunni hrukku rafeindir af henni og á límflötinn sem var rétt búinn að losna. Þegar rafeindirnar rákust á límflötinn myndaðist næg bremsugeislun til að gera röntgenmynd af fingri.
Í skýrslunni er sett fram sú hugmynd að svipaða tækni megi nota í einfaldar og ódýrar vélar til að taka röntgenmyndir þar sem rafmagn er ekki tiltækt. 


…Hvalfjarðargöngin henta vel til að kvarða næma geislamæla… því þar er geimgeislun hverfandi lítil, vegna þess að þau eru langt undir yfirborði sjávar, og einnig er geislun frá íslensku bergi mjög lítil.

17.11.08 Edda Aradóttir  edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *