ECR hvatning nóv. 06

 
Evrópuráðstefna myndgreiningarfólks, ECR, verður haldin í Vínarborg 9. – 13. mars 2007. Um er að ræða annan af tveim stærstu atburðum í faginu ár hvert og ekki síðri kostur að fara á ECR heldur en RSNA. Í nýútkomnu fréttabréfi er margt fróðlegt og áhugavert að finna.

Ekki spillir að íslenskt myndgreiningarfólk verður með glæsilegt framlag á ECR, þar sem bæði Sigurður Sigurðsson og Jónína Guðjónsdóttir verða með erindi á ráðstefnunni og Bryndís Óskarsdóttir verður með rafrænan “poster”.

Meira verður fjallað um ECR og þátt Íslendinga þar, í Arnartíðindum á næstunni. 

01.12.06 Edda Aradóttir edda@raforninn.is 


  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *