Ég fór á ECR þetta árið í annað skipti og var það fyrsta árið 2006.
Það má segja að þetta sé svona lítil útgáfa af RSNA, eins og ECR raðstefnan kemur mér fyrir sjónir, og á RSNA hef ég farið 6 sinnum.
Ég tel það nauðsynlegt fyrir mig að fara á svona ráðstefnur og gerir GE Healthcare kröfur um að við séum til staðar fyrir þann markað sem við erum að þjóna .
Við hittumst hjá GE daginn áður en ráðstefnan opnar, þá er fundað og farið yfir það nýjasta sem er í boði frá okkur og farið yfir sýningarsvæðið í máli og myndum. Eins koma framkvæmdastjórar fyrir hvern flokk þar sem kynnt er það nýjasta og eru þeir flokkar ansi margir þar sem GE hefur vaxið mikið undanfarin ár.
Það var mikið talað um hjá okkur að miðað við vöxt þá sé sýningarsvæðið orðið of lítið til að koma til skila öllu því sem þarf á svona sýningu, enda var ansi þröngt á standinum okkar alla dagana og ekki hægt að sýna nema brot af því sem GE er með tækjalega séð nema þá með myndum og í tölvum, þrátt fyrir að GE sýningarsvæðið væri töluvert stærra heldur en á síðasta ári. Það var ekki hægt að fá stærra sýningarsvæði þar sem það var einfaldlega ekki til.
Þá er spurning hvort að þetta svæði hentar þar sem samanburðurinn er og verður alltaf RSNA og þá er ég að tala um sýningarsvæðið.
Er það mál manna að aukning á heimsóknum frá norðurlöndunum er töluverð á ECR. Miðað við RSNA eru meirihluti þeirra sem koma þangað röntgenlæknar en fleiri geislafræðingar á ECR, og má sjá þetta á þeim nafnalista sem farið hefur á ECR og RSNA frá Íslandi undafarin ár.
Það var mikið um heimsóknir á standinn hjá okkur og komu margir af þeim löndum mínum sem þarna voru enda stendur mikið til á þessu ári.
GE bauð til veislu eins og hefð er fyrir, tvö kvöld bæði á laugardag og sunnundag, og var vel mætt og skemmtu þeir landar mínir sér allir vel eins og venja er.
Eins komu að máli við mig aðilar sem ætla að hasla sér völl á sölu á þessu sviði og voru að leita sér að samstarfsaðilum og er sjálfsagt af nógu að taka miðað við tækjasýninguna þó að samkeppnin á þessum markaði sé að þrengjast ef eitthvað er.
Það er ljóst að fleiri eru að bætast í hóp söluaðila á Íslandi ef marka má þessa sýningu.
Þegar upp er staðið þá er, eins og ég sagði, nauðsynlegt að vera til staðar á svona ráðstefnum bæði þjónustulega og eins til að fylgjast með þeirri þróun sem er að eiga sér stað í þessum geira sem er ansi hröð.
Ég fer aftur að ári, það er ljóst, en áður en það gerist þá er það RSNA.
Með kveðju Guðmundur Hreiðarsson / A.Karlsson ehf
19.03.07