Birna Jónsdóttir sækir að staðaldri fjölda ráðstefna, þinga og funda og segist hafa aukið það síðustu ár. Um þessar mundir stundar hún nám í hjartarannsóknum, eins og sagt var frá í Arnartíðindum 15.01.07 og segist skynja að pendúllinn í hjartarannsóknum sveiflist sífellt nær CT og MR þar sem sérþekking röntgenlækna nýtist einmitt vel. Birna segir íslendinga greinilega á réttri leið varðandi áherslur í hjartarannsóknum og er það vel.
Birna segist vita að sumir í faginu eigi erfitt með að sjá hvernig sameindamyndgreining geti snert dagleg störf á almennri myndgreiningardeild þar sem uppistaða dagsverksins eru beina- og lungnarannsóknir. Sjálf segist hún hafa “séð ljósið” í starfi sínu fyrir vísindanefnd European Society of Radiology í sambandi við EIBIR European Institute for Biomedical Imaging Research
Hún bendir á að hvergi séu nein skilyrði til um að geislafræðingar eða röntgenlæknar þurfi að koma að sameindamyndgreiningu. Lyflæknar, líffræðingar, efnafræðingar og eðlisfræðingar gætu sett upp einingar þar sem sameindamyndgreining væri stunduð og ekki einn einasti starfsmaður væri menntaður í okkar fagi. Hinsvegar sé borðleggjandi kostur fyrir myndgreiningarfólk og aðra sem eru að vinna að þróun sameindamyndgreiningar að taka höndum saman því þar nýtist þekking beggja.
Sjálf segist Birna spenntust fyrir “marker” sem sem bendir á lausar skellur (vulnerable plack) í kransæðum og hvernig hann nýtist með CT og MR í hjartarannsóknum.
Unnið úr símtali 19.03.07
Edda Aradóttir edda@raforninn.is