ECR 2007 – Arndís

ECR 2007

Að fara á ráðstefnu eins og ECR í Vínarborg er auðvitað algjör upplifun fyrir læknaritara. Ósjálfrátt fyllist maður áhuga á faglegum þáttum sem við læknaritarar erum kannski ekki svo mikið að velta fyrir okkur í daglegum önnum. Hins vegar voru kransæðafyrirlestrarnir í sjálfum sér góð upprifjun á ýmsu úr læknaritaranáminu fyrir nokkrum árum í Heilbrigðisskólanum og mun koma sér vel fyrir mig núna, þar sem við skrifum svo margar kransæðarannsóknarniðurstöður hér í Röntgen Domus.

Einn fyrirlestur er mér sérlega ofarlega í minni en það var “Healtcare and the Ford model T: unsafe at any speed. How to make hospitals safer places for patients”, sem William R. Brody, forstjóri Johns Hopkins sjúkrahússins, hélt.
Sá fyrirlestur var um öryggi sjúklinga innan sjúkrahússins og var ótrúlega há tala dauðsfalla árlega vegna mistaka, en með réttu skipulagi hafði þeim hjá Johns Hopkins tekist að lækka þessa tölu um gífulega, sem er auðvitað góðs viti.

Þegar ég lít til baka finnst mér að allir sem vinna innan myndgreiningargeirans ættu að fara á svona ráðstefnur, a.m.k. einu sinni, og ég áforma sannarlega að fara aftur. Þá er frábært að koma til Vínarborgar að vori til, þegar kirsuberjatrén eru í blóma og gleyma kulda og myrkri á Íslandi í nokkra daga, og ekki sakaði frábærir samferðamenn héðan frá Röntgen Domus Medica.

Arndís Magnúsdóttir, læknaritari
Röntgen Domus 
19.03.07

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *