Auglýsing FG 24.09.03

Fræðslufundur FG

Næstkomandi miðvikudagskvöld 24.september verður fyrsti fræðslufundur félagsins. Að þessu sinni verður hann haldinn í húsnæði BHM Lágmúla 7, 3 hæð.

Dagskrá fundarins:
19.30 Húsið opnar

20.00 Kynning á lokaverkefni:
Geisladreifing í brjóstvef við skáreitameðferð í framhaldi fleygskurðar.
Agnes Þórólfsdóttir, BSc geislafræðingur.
20.30 Kynning á lokaverkefni:
Geislaálag vegna notkunar tölvusneiðmyndatækis í öldrunarrannsókn Hjartaverndar.
Agnes Þóra Guðmundsdóttir, BSc geislafræðingur
.

21.00
Kynning á nýju skipulagi og framtíðarsýn heilbrigðisdeildar THÍ.
Dr. Brynjar Karlsson, deildarforseti.

22.00 Kaffisopi og spjall.

Hittumst hress og kát, hlýðum á fróðleikserindi kollega okkar og notum tækifærið til að kynna okkur skólans mál sem svo mikið hafa verið í deiglunni s.l. ár. Látum ekki fram hjá okkur fara tækifæri til að fá upplýsingar hvað þau málefni varðar frá þeim er þar starfa.

Menntunarnefnd.


 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *