#img 1 #Brjóstamyndataka – saga
Það eru um 75 ár síðan farið var að sérmynda brjóst. Lengi framan af voru notuð til þess venjuleg röntgentæki þeirra tíma. Það var ekki fyrr en 1966 sem framleitt var sérhæft brjóstamyndatökutæki, þar sem til þess gerður röntgenlampi var festur á þrífót.
Meira…
Brjóstamyndataka – tækjabúnaður
Brjóstamyndir fást með notkun röntgengeisla eins og t.d. beinamyndir. Í sérhæfðu brjóstamyndatökutæki er hefðbundinn
#img 2 #röntgenlampi sem framleiðir geislunina, hún fer í gegnum myndefnið og útkoman verður mynd á filmu eða tölvuskjá. Notuð er orkulægri geislun en við aðrar röntgenmyndatökur, vegna þess að hún gefur mynd með meiri svertumun (kontrast) milli vefja af svipuðum þéttleika. Almennt er því notað Molybden í anóður brjóstamyndatökutækja. Kennigeislunin frá því (17.9 og 19.56 keV) hentar vel. Oftast er notuð orka á bilinu 28 – 30 kVp.
Meira…
#img 3 #Brjóstamyndataka – aðstoðarforrit
Eitt af því sem hæst hefur borið í myndgreiningargeiranum undanfarið eru tölvuforrit til að benda á mögulega sjúklegar breytingar (computer aided detection) og einnig til aðstoðar við sjúkdómsgreiningu (computer aided diagnosis). Mest hefur verið unnið við slík forrit fyrir brjóstamyndir og lungnamyndir.
Meira…
Röntgendeild leitarstöðvar KÍ
#img 4 #
Allir kannast við Krabbameinsfélag Íslands og flestir vita að hluti af þeirra starfsemi fer fram á röntgendeild þar sem teknar eru brjóstamyndir. Sumir hafa þá hugmynd að um tilbreytingarlausa færibandavinnu sé að ræða en það er nú öðru nær.
Meira…
Brjóstamyndataka – tenglar
Upplýsingasíður.
Breast cancer, Australia
Krabbameinsfélag Íslands
Imaginis
MQSA í Bandaríkunum
NHS í Bretlandi
Tækjaframleiðendur.
Fischer
General Electric
Instrumentarium
LORAD
Philips
Planmed
Siemens