Beinþéttni mæld með röntgengeislum
Á tveimur af sjúkrahúsum landsins eru gerðar beinþéttnimælingar, LSH í Fossvogi og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hjá LSH er starfsemin sjálfstæð en á FSA tilheyrir hún myndgreiningardeildinni.
Röntgengeislar eru notaðir við þessar mælingar og niðurstöður lesnar af myndum á skjá. Þarna er því um eina tegund myndgreiningar að ræða.
Beinþéttnimælingar í Fossvogi
Tæknin sem notuð er kallast Dual Energy X-ray Absorbtiometry (DEXA). Mæld er dofnun röntgengeisla með hárri og lágri fótónuorku þegar þeir fara í gegnum líkamsvefi. Tveir mis orkuríkir geislar eru sendir hvor á eftir öðrum og borið saman hversu mikið þeir dofna á leið sinni gegnum manneskjuna.
Meira…