Æðaþræðingar

 

ANGIOLAB


Algengasta formið á æðaþræðingalabi er skyggnimagnari ( C-bogi ) rannsóknarborð og tveir eða fleirri skjáir (monitorar). Öll ný æðþræðingalöb eru didital með DSA (subtraktion) programi.


Val á stærð skyggnimagnara fer eftir því hvaða starfsemi fer fram á labinu. Stærri skyggnimagnari (stærra felt.) við cerebral- abdominal- og femoralisangiografiur. Á sérhæfðum hjartalöbum er valinn minni slyggnimagnari. Á LSP við Hringbraut eru tvö æðaþræðingalöb. Annars vegar nýtt Phillips lab. (tækið kom á markaðinn árið 2000). Þar er C- boginn festur í loftið sem gerir hann mun hreyfanlegri ásamt því að vera “ hraðskreiðasta“ tækið á markaðnum í dag. Fókusinn er 30 cm. sem gerir labið fjölnota. Zoom stærðir eru fjórar 12, 17, 22,og 30 cm.. Hitt æðaþræðingalabið (Siemens kom á markaðinn 1996) er meira sérhæft hjartalab með 23 cm. skyggnimagnara og þrjár fókusstærðir 13, 17, og 23 cm..Á því labi er C-boginn festur í gólfið og því hreyfanleikinn ekki eins mikill.. Bæði þessi löb eru svokölluð hljóðlauslöb þ.e.a.s. eingöngu ljósmerki gefur til kynna þegar geislun er í gangi. Á öllum nýrri tækjum eru þrýstinemar eða skynjarar á skyggnimagnaranum sem stöðva vinklun eða gefa frá sér hljóðmerki ef sjúklingur eða eitthvað annað er í veginum.


Rannsóknarborið er hreyfanlegt í allar áttir og á sérhæfðum hjartalöbum er oftast krafa um að hægt sé að steypa og reisa borðið.


Skjáir eru yfirleitt tveir eða fleirri, fer eftir hvaða starfsemi fer fram. Við hjartaþræðingar og PTCA er nauðsynlegt að hafa eina eða tvær vinnumyndir „frystar“ á sér skjá og einn skjá þar sem hægt er að fylgjast með blóðþrýsting ,hjartslætti og arterialþrýstingi hjá sjúklingi.


Geymsla (arkivering) er í dag nær engöngu á geisladiskum.


Á æðarannsóknarstofum sérstaklega þar sem hjartaþræðingar og önnur starfsemi tengd hjartasjúkdómum fer fram er hjartastuðtæki til staðar og vel útbúinn lyfjaskápur.


Á sérhæfðri hjartarannsóknarstofu þar sem kransæðavíkkun PTCA er framkvæmd er til staðar sónar (intraavascular ultrasound.) og þrýstingsmælir (pressurwire interface).


Sónarinn er tengdur við æðalegg sem á endanum inniheldur sendigjafa. Sendigjafanum er komið fyrir handan þrengslanna


í æðinni og síðann dreginn rólega til baka framhjá þrengingunni. Með þessari tækni fást upplýsingar um ástad æðarinnar. Hversu þröngt sjálft opið á æðinni er, hvers eðlis sjálf þrengingin er, (hart eða mjúkt kalk) hversu löng þrengingin er og ástand æðaveggsins.


Þrýstingsmælirinn er tengdur þeim skjá sem sýnir þrýsting sjúklings. Þrýstingsvír (þrýstingsleiðari) sem þræddur er gegnum þregingu í kransæð er tengdur þrýstingsmælinum. Upplýsingar sem fást við þessar mælingar eru hvort ávkveðin þrenging sem e.t.v. lítur tiltölulega sakleysislega út við hjartaþræðingu


geti gefið sjúklingi einkenni hjartaverks . Þessi aðferð er lika notuð til að dæma um hvort netísetning (stent) við PTCA hefur borið tilætlanlegann árangur þ.e.a.s. hvort þrýstingsmunurinn sitthvoru meginn við netið sé innan akveðinna marka.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *